is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25562

Titill: 
  • Hreyfifærni barna í 1. bekk
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar er að athuga hvort kynjamunur sé á hreyfifærni barna í 1. bekk.
    Aðferð: Þátttakendur rannsóknarinnar voru 93 talsins og af þeim voru 39 drengir (41,94%) og 54 stúlkur (58,06%). Þátttakendur voru nemendur í 1. bekk á aldrinum sex til sjö ára. Allir þátttakendurnir í rannsókninni komu úr tveimur grunnskólum, annars vegar úr Kópavogi og hins vegar úr Fossvogi. Þátttakendur þreyttu fjögur hreyfifærnipróf; raða kubbum á spjald, raða kubbum í turn, hæl tá göngu og áttuhlaup. Þessi fjögur próf innihalda bæði gróf- og fínhreyfingar. Niðurstöður: Marktækur munur kom fram í tveimur af fjórum prófunum. Marktækur munur kom fram í prófinu raða kubbum í turn í þágu stúlkna og einnig kom fram marktækur munur á hæl tá göngu í þágu drengja. Niðurstöður hinna prófanna voru ekki marktækar en þó skoruðu stúlkur hærra í prófinu raða kubbum á spjald og drengir fengu betri niðurstöður í áttuhlaupi.
    Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að munur er á hreyfifærni eftir kyni. Það má segja að stúlkur skori betur á prófum tengdum fínhreyfingum og drengir skori betur á prófum tengdum grófhreyfingum. Þessi munur gæti orsakast af mismunandi félagsmótun og umhverfisáhrifum á kynin.

Samþykkt: 
  • 5.7.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25562


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKAVERKEFNI-SKILAA.pdf760.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna