is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25563

Titill: 
 • ,,Ég hef allt mitt líf gengið í skömm...." : viðhorf og áhugahvöt til hreyfingar hjá einstaklingum með geðsjúkdóm á endurhæfingargeðdeild á Kleppi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur: Tilgangurinn með þessari rannsókn var að skoða viðhorf og áhugahvöt til hreyfingar hjá einstaklingum með geðsjúkdóm á endurhæfingargeðdeild á Kleppi.
  Aðferð: Gögnum í þessari rannsókn var aflað með eigindlegri rannsóknaraðferð. Tekin voru viðtöl við tíu skjólstæðinga á endurhæfingargeðdeild á Kleppi. Í viðtalinu notaðist rannsakandi við leiðarvísi sem hann hafði sjálfur útbúið og fóru viðtölin fram með beinum orðaskiptum í lokuðu viðtalsherbergi á Kleppi.
  Niðurstöður: Niðurstöður leiddu í ljós að einstaklingar með geðsjúkdóma á endurhæfingargeðdeild á Kleppi hafa jákvætt viðhorf til hreyfingar. Einnig telja þeir að hreyfing hjálpi sér í baráttunni við sín geðrænu vandamál. Áhugahvötin virðist vera mismunandi milli einstaklinga en þó mátti sjá að stuðningurinn virðist skipta töluverðu máli ásamt þeirri vellíðan sem hreyfingin veitir þeim.
  Ályktanir: Draga má þá ályktun út frá niðurstöðum rannsóknarinnar að viðhorfið gagnvart hreyfingu hjá einstaklingum með geðsjúkdóm á Kleppi sé gott vegna þess meðferðarúrræðis að nota hreyfingu í meðferð við geðröskunum. Einnig má draga þá ályktun að fyrst að viðhorfið hjá þessum einstaklingum er gott og einhver áhugahvöt er til staðar að þá er það sjúkdómurinn sem hindrar fólk við að hreyfa sig eins mikið og það vill.

Samþykkt: 
 • 5.7.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25563


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heildarskjal.pdf983.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna