is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25564

Titill: 
  • Rannsókn á áhrifum ólympískra lyftinga á leikmenn í Rugbyfélagi Reykjavíkur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ólympískar lyftingar hafa lengi verið stundaðar til að auka styrk og færni manna við ýmsar athafnir. Þessi rannsókn er gerð með tilraunasniði og vilja rannsakendur varpa ljósi á hvaða áhrif átta vikna þjálfun í ólympískum lyftingum hefur á þyngd, fituhlutfall, liðleika, stökkhæð, styrkaukningu og hlauphraða á tilraunahóp. Þátttakendur eru karlmenn á aldrinum 18 til 45 ára sem stunda rugby með Rugbyfélagi Reykjavíkur. Fyrst fá þeir tveggja vikna kennslu í ólympískum lyftingum án þungaberandi hreyfinga og eftir það tekur við átta vikna þjálfun í ólympískum lyftingum og að lokum er kannað hvaða áhrif eins mánaðar hvíld hefur á niðurstöðurnar. Til að byrja með voru 15 skráðir í tilraunahóp og átta í samanburðarhóp en þegar búið er að taka tillit til mætinga í æfingatíma og í mælingar eru þátttakendur orðnir sjö í rannsóknarhópnum og samanburðarhópurinn orðinn of fámennur til að taka tillit til hans í rannsókninni. Mælingar voru framkvæmdar við upphaf tveggja vikna kennslutímabils; við upphaf og lok átta vikna þjálfunar í ólympískum lyftingum og eftir eins mánaðar hvíld. Niðurstöðurnar eru þær að það er aukning á meðaltali í öllum styrkmælingum og það er marktækur munur á milli mælinga fyrir og eftir átta vikna þjálfun í öllum styrkmælingum fyrir utan snörun. Ef borin er saman tíu vikna þjálfun með tveggja vikan kennslu í upphafi þá verður einnig marktækur munur á fituhlutfalli, snörun, stökkhæð og í tveggja metra viðbragðsprófi. Ekki voru marktækar breytingar á T-prófi né hlauphraða í 20 og 40 metra hlaupi fyrir og eftir átta vikna þjálfun í ólympískum lyftingum.

Samþykkt: 
  • 5.7.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25564


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni-lokaskjal.pdf985.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna