en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Reykjavík University > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/25564

Title: 
  • Title is in Icelandic Rannsókn á áhrifum ólympískra lyftinga á leikmenn í Rugbyfélagi Reykjavíkur
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Ólympískar lyftingar hafa lengi verið stundaðar til að auka styrk og færni manna við ýmsar athafnir. Þessi rannsókn er gerð með tilraunasniði og vilja rannsakendur varpa ljósi á hvaða áhrif átta vikna þjálfun í ólympískum lyftingum hefur á þyngd, fituhlutfall, liðleika, stökkhæð, styrkaukningu og hlauphraða á tilraunahóp. Þátttakendur eru karlmenn á aldrinum 18 til 45 ára sem stunda rugby með Rugbyfélagi Reykjavíkur. Fyrst fá þeir tveggja vikna kennslu í ólympískum lyftingum án þungaberandi hreyfinga og eftir það tekur við átta vikna þjálfun í ólympískum lyftingum og að lokum er kannað hvaða áhrif eins mánaðar hvíld hefur á niðurstöðurnar. Til að byrja með voru 15 skráðir í tilraunahóp og átta í samanburðarhóp en þegar búið er að taka tillit til mætinga í æfingatíma og í mælingar eru þátttakendur orðnir sjö í rannsóknarhópnum og samanburðarhópurinn orðinn of fámennur til að taka tillit til hans í rannsókninni. Mælingar voru framkvæmdar við upphaf tveggja vikna kennslutímabils; við upphaf og lok átta vikna þjálfunar í ólympískum lyftingum og eftir eins mánaðar hvíld. Niðurstöðurnar eru þær að það er aukning á meðaltali í öllum styrkmælingum og það er marktækur munur á milli mælinga fyrir og eftir átta vikna þjálfun í öllum styrkmælingum fyrir utan snörun. Ef borin er saman tíu vikna þjálfun með tveggja vikan kennslu í upphafi þá verður einnig marktækur munur á fituhlutfalli, snörun, stökkhæð og í tveggja metra viðbragðsprófi. Ekki voru marktækar breytingar á T-prófi né hlauphraða í 20 og 40 metra hlaupi fyrir og eftir átta vikna þjálfun í ólympískum lyftingum.

Accepted: 
  • Jul 5, 2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25564


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaverkefni-lokaskjal.pdf985.44 kBOpenHeildartextiPDFView/Open