is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2557

Titill: 
  • Sænska leiðin
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í byrjun tíunda áratugs síðustu aldar skall á Svía ein versta kreppa sem þeir höfðu upplifað. Aðdraganda hennar má meðal annars rekja til þess þegar útlánahöft voru afnumin og sænska regluverkið var einfaldað um miðjan níunda áratuginn og þá fóru lánastofnanir að lána grimmt. Uppsveifla í efnahagslífinu og útlánaþensla leiddi af sér miklar fjárfestingar í íbúðar- og atvinnuhúsnæði á uppsprengdu verði. Þegar dró úr útlánum lækkaði verðið skyndilega og á sama tíma minnkuðu tekjur fjármálastofnana vegna þess að viðskiptavinir þeirra lentu í fjárhagserfiðleikum. Viðskiptavinirnir gátu ekki staðið í skilum á skuldbindingum sínum og fjöldi gjaldþrota varð staðreynd. Erlendir bankar sem höfðu fjármagnað sænsku bankana og önnur fjármálafyrirtæki hættu að lána þeim. Við það myndaðist töluverður lausafjárskortur og skortur á erlendum gjaldeyri. Stuttu síðar afnámu sænsk stjórnvöld fastgengisstefnu sína og studdust við fljótandi gengi. Ljóst var að margir af sænsku bönkunum gátu ekki uppfyllt þær nýju eiginfjárkröfur sem höfðu verið innleiddar árið áður.
    Fyrsta fórnarlamb kreppunnar var Nordbanken. Til að sjá um nauðsynlega aðstoð við bankakerfið var stofnað eignaumsýslufyrirtækið Securum, sem tók vanskilalán og illseljanlegar eignir bankans yfir. Með þessu fékkst meiri stöðugleiki í rekstur bankans. Umsýslufélagið var starfandi frá 1993 til 1997, eða þar til aðstæður á mörkuðum höfðu batnað.
    Helsti lærdómur Svía var að sýna að það væri samstaða hjá stjórnvöldum, þó það hefði ekki alltaf verið, svo fjárfestar hefðu trú á sænska hagkerfinu og fjárfestu í því. Stuðningur sænska ríkisins jafngilti 4 prósent af landsframleiðslu þeirra. Stærsti hluti stuðningsins frá ríkinu var endurgreiddur í formi arðgreiðslna og endursölu hlutafjár. Með aðgerðum ríkisins gátu bankarnir uppfyllt skuldbindingar sínar.

Samþykkt: 
  • 11.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2557


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_BaraMagnusdottir_fixed.pdf390.98 kBLokaðurHeildartextiPDF