is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25570

Titill: 
  • Tillögur að breytingum á ársskipulagi SSÍ
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Brottfall úr sundíþróttinni á Íslandi er mikil á unglingsárunum. Það leiðir til þess að flestir sundmenn hafa hætt að iðka íþróttina áður en þeir ná sínum bestu árum út frá lífeðlisfræðilegri getu. Það eru því of fáir sundmenn á Íslandi á þeim aldri sem ættu að vera að ná sínum bestum árangri. Þetta er slæmt fyrir þá sundmenn sem eftir verða þar sem það dregur úr samkeppni og félagslegum tengslum. Þetta er einnig áhyggjuefni fyrir Sundsambandið (SSÍ) þar sem brottfallið dregur úr iðkun, fjármagni og hugsanlegum framtíðarkandídötum í þjálfara- og stjórnunarstöður. Markmið þessara verkefnisins er að koma með tillögu að lausn á brottfallsvandamálinu í sundíþróttinni með því að endurskipuleggja ársskipulag SSÍ. Nýja skipulagið er sett upp með aðaláhersluna á að gera sundíþróttina meira aðlaðandi fyrir eldri sundmenn. Lögð er áhersla á fjölbreytt sundmót með mismunandi áherslur svo sem stuttar vegalengdir, sundknattleik og stigamót milli liða. Hugmyndirnar sem nýja skipulagið er byggt á eru fengnar úr fræðilegum heimildum um íþróttaiðkun en einnig frá ársskipulagi í öðrum löndum. Einnig er sett upp nákvæmt dagatal fyrir 2017-2018 sundárið þar sem nákvæmar dagsetningar eru fyrir hvert mót/verkefni.

Samþykkt: 
  • 5.7.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25570


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS verkefni Sigurður Kristjánsson (pdf) (1).pdf835.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna