is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25571

Titill: 
  • Umfjöllun um fatlaða íþróttamenn í fjölmiðlum : umfang umfjöllunar og orðfæri
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Regluleg hreyfing hefur góð áhrif á heilsuna og getur bætt lífsgæði fólks, eykur vellíðan og líkamshreysti. Þar af leiðandi er mikilvægt að hvetja alla til hreyfingar, sama hvort um sé að ræða fatlaðan eða ófatlaðan einstakling. Í verkefninu verður leitast við að skoða umfjöllun um fatlaða íþróttamenn í fjölmiðlum. Markmið verkefnisins er að skoða hversu mikla umfjöllun fatlaðir íþróttamenn fá og hvort notað sé sama orðfæri um þá og aðra íþróttamenn. Miðillinn sem varð fyrir valinu er Morgunblaðið og íþróttablað innan Morgunblaðsins var skoðað. Tímabilin sem voru skoðuð eru síðustu Paralympics og Ólympíuleikar sem fóru fram árið 2012 í London. Einnig var skoðað tímabilið vikuna fyrir leikana, á meðan leikarnir stóðu og vikuna eftir þá. Fjöldi íþróttafrétta sem birtar voru um Paralympics og Ólympíuleikana voru síðan bornar saman. Niðurstöður sýndu að umfjöllun um fatlaða íþróttamenn er umfangslítil. Fréttir sem birtust í íþróttablaði Morgunblaðsins um Paralympics voru 15 talsins. Á meðan fréttir sem birtust í íþróttablaði Morgunblaðsins um Ólympíuleikana voru 182. Einnig kom í ljós að orðfæri sem fjölmiðlar nota einblínir á annað en árangur hjá fötluðum íþróttakonum en orðfæri var gott um karlana.

Samþykkt: 
  • 5.7.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25571


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni BS skila.pdf648.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna