is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25572

Titill: 
  • Kraft- og aflmyndun íþróttamanna : samanburður á milli sund-, handknattleiks- og knattspyrnumanna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þrettán knattspyrnumenn, níu handknattleiksmenn og fimm sundmenn á aldrinum 16-23 ára tóku þátt. Lögð voru fyrir þá þrjú próf þar sem mælt var fyrir hámarks aflmyndun með því að láta þátttakendur hoppa lóðrétt (e. counter movement jump, CMJ) af kraftplötu, langstök án atrennu og hámarks aflmyndun með því að notað róðravél og láta þátttakendur toga eins fast og þeir gátu þrisvar sinnum. Niðurstöður leiddu í ljós að ekki var hægt að segja með fullri vissu hvort að handknattleiksmenn og knattspyrnumenn næðu að mynda meiri kraft og afl heldur en sundmenn. Frekar leiddi það í ljós að sundmenn geta myndað jafn mikið afl og mikinn kraft og handknattleiksmenn en niðurstöður leiddu líka í ljós að sundmenn gátu myndað meiri kraft og afl heldur en knattspyrnumenn. Marktækur munur var á milli handknattleiksmann og knattspyrnumanna (p<0.001) og milli handknattleikmann og sundmann (p<0.001) í hámarks afl prófinu. Marktækur munur var á milli þyngd knattspyrnmanna og sundmanna (p=0.034) og einnig knattspyrnumann og handknattleiksmanna (p<0.001) þar sem bæði meðaltöl sundmanna og handknattleiksmanna voru talvert hærri en knattspuyrnumanna. Marktækur munur var á milli handknattleikmanna og sundmann annars vegar (p=.018) og hinsvegar handknattleiksmanna og knattspyrnumann (p<0.001) í hámarks kraft myndun þar sem handknattleikmenn voru með hæðsta meðtalið. Ekki var marktækur munur milli Sundmanna og handknattleiksmann í lengd í langstökki án atrennu en hinsvegar var marktækur munur milli knattspyrnumanna og sundmann (p=0.24) þar sem sundmenn voru með lengsta meðaltalið.

Samþykkt: 
  • 5.7.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25572


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Afl- og kraftmyndun íþóttamanna .pdf928.86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna