is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25575

Titill: 
  • Lífsstílsbreytingar handbók : verkfæri í átt að bættum lífsstíl við að sleppa takinu á umfram þyngdinni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Yfirþyngd og offita er mikið í umræðunni hér á landi og jafnvel talað um faraldur í þeim efnum. Vandinn hefur aukist undanfarin 20 ár og getur hann haft margar afleiðingar í för með sér. Allt frá skerðingu á lífsgæðum út frá andlegum, líkamlegum og félagslegum þáttum yfir í að vera valdur að dauða fólks. Orsakir offitu geta verið samspil margra þátta eins og félagslegra, umhverfis og efnahagslegra ásamt lífeðlisfræðilega og erfðafræðilega þátta. Ekki hefur fundist hin eina rétta leið úr yfirþyngd og offitu og má ætla að hin eina rétta leið sé ekki til, þar sem ólíkar ástæður liggja að baki þyngdar hjá hverjum og einum. Því þarf að mæta fólki með ólíkum hætti. Rannsóknir hafa sýnt fram á margar aðferðir sem eru gagnlegar fyrir einstaklinga sem eru að takast á við yfirþyngd og offitu. Má þar nefna aðferðir sem miða að því að breyta hegðun og venjum, markmiðsetning og hugræn atferlismeðferð. Þessar aðferðir felast til dæmis í að borða fjölbreytta fæðu reglulega yfir daginn, stunda reglulega hreyfingu í því formi sem einstaklingurinn hefur gaman af, gæta þess að streitu sé haldið innan ákveðinna marka sem og að svefn sé nægur. Ljóst er að taka þarf tillit til margra þátta þegar einstaklingur breytir um lífsstíl.

Samþykkt: 
  • 6.7.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25575


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Handbókin-Lokaverkefnið-tilbúið (1) (1).pdf1.06 MBLokaður til...01.06.2022HeildartextiPDF