is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25576

Titill: 
  • Eigurnar koma svona fyrir. Efnismenning borgfirskra dánarbúa á 19. öld – Varðveisla og miðlun hennar í Þjóðminjasafni Íslands
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi hefur það fyrir markmiði að bera saman efnislegan veruleika fólks á 19. öld og þess menningararfs sem er varðveittur og miðlaður er á Þjóðminjasafni Íslands. Gengið er út frá hugmyndum fræðimanna um menningararf sem skapaða orðræðu þar sem hugtökin „varðveisla“ og „miðlun“ spila stórt hlutverk.
    Stór hluti rannsóknarinnar er að leggja mat á þá efnismenningu sem kemur fyrir í uppskriftum nokkurra dánarbúa frá uppsveitum Borgarfjarðar á tímabilunum 1831–1864 og 1865–1900. Slík heimild gefur okkur nýja sýn í reynsluheim fólks á fyrri öldum og gefur færi á að skoða hið hversdagslega í lífi fólks, óháð efnahagslegri stöðu. Hér koma fyrir tveir hópar, annars vegar þeir einstaklingar sem skildu eftir sig bú sem voru undir meðallagi og hins vegar þeir sem voru yfir þeim kvarða. Helstu ályktanir eru þær að skynja má hægfara þróun í eign fólks sem endurspeglar íhaldssemi bændasamfélagsins á þessum tíma. Þetta má sjá í til dæmis mjög litlum mun á eigum fólks á milli tímabilanna ásamt því að flestir áttu hluti sem sneru að landbúnaðarstörfum. Sá munur sem þó má sjá á milli tímaskeiðanna er fjölgun kjörgripa ásamt því að fjölbreytni á verkfærum eykst að einhverju leyti.
    Í seinni hluta ritgerðarinnar er rætt um varðveislu og miðlun menningararfs innan Þjóðminjasafns Íslands í samanburði við þann veruleika sem dánarbúin sýna. Um er að ræða tvö ólík svið innan stofnunnarinnar; Vesturvör (munasafn eða geymsla) og grunnsýningin, Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár. Niðurstaða rannsóknarinnar sýnir að töluverður munur er á uppskriftum dánarbúanna og þeim gripum sem eru varðveittir og miðlað hjá Þjóðminjasafninu. Ritgerðin vekur athygli á stöðu þekkingarinnar þegar umræða um menningararfinn fer fram og dregur fram þann vanda sem hugvísindafólk stendur frammi fyrir þegar fjallað er um fortíðina.

Samþykkt: 
  • 6.7.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25576


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-ritgerð-Anna-Heiða..pdf1.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna