is Íslenska en English

Lokaverkefni (Doktors)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Doktorsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25599

Titill: 
 • Titill er á ensku Constraints on deformation processes in Iceland from space geodesy: seasonal load variations, plate spreading, volcanoes and geothermal fields
Námsstig: 
 • Doktors
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  Iceland is subject to many ground deformation processes. High levels of volcanic and tectonic activity are caused by a hotspot underlain by excessive mantle upwelling interacting with a divergent plate boundary on the Mid-Atlantic Ridge. Glacial isostatic adjustments (GIA) induced by the melting of the ice caps generates uplift of a few centimeter per year in the central part of Iceland, and seasonal load variations generate signal of a similar amplitude on a yearly basis. This thesis focuses on the use of two techniques of space geodesy, Global Positioning System (GPS) measurements and interferometric analysis of synthetic aperture radar images acquired by satellites (InSAR), to improve understanding of the Earth movements. GPS measurements and InSAR analysis are used to provide constrains on ground deformation processes taking place in Iceland, in particular in the Northern Volcanic Zone (NVZ). The seasonal ground deformation observed at 72 continuous GPS stations in Iceland is compared to the seasonal cycle of various loads. The peak-to-peak amplitude of annual variations in vertical change ranges from 4-5 mm at the coast up to 27 mm in the center of Vatnajökull glacier. The observed spatial and temporal pattern of these annual fluctuations is reproduced by a model. The seasonal cycle of glaciers, snow on non-glaciated areas, atmosphere, ocean and water reservoirs loads can be inferred through inversion of the seasonal vertical component of the deformation using a multi-layered elastic spherical Earth model. There is a low rigidity anomaly beneath Iceland, likely caused by its particular tectonic setting. Another part of the study considers the Northern Volcanic Zone of Iceland. Repeated campaign GPS measurements between 2008 and 2014, a period free of magmatic intrusions, have been analyzed and interpreted. The zone accommodates the full plate spreading rate in Iceland of about 18 mm/yr and is ideal for the study of the plate spreading processes. Observations at 132 GPS sites reveal about 50-km wide stretching zone. Using an arctangent-based model to describe the velocity transition between the North-American plate and the Eurasian plate in this stretching zone, we find that the plate boundary central axis follows the main volcanic systems: Askja, Fremrinámar, Krafla, and Þeistareykir. The locking depth of plate boundary, marking the boundary between the brittle and the ductile parts of the crust, is on average at about 7-9 km depth in the NVZ. Deformation related to two geothermal areas in the Northern Volcanic Zone, at Krafla and Bjarnarflag, have been studied in details. GPS, InSAR, and leveling observations acquired between 1993 and 2015 have been used to investigate the spatial and temporal deformation field. The regional deformation field in the Krafla volcanic system is influenced by plate spreading, magma movements at depth, and deflation along the Krafla fissure swarm. Local subsidence has been observed over a circular area at Krafla (~5 km diameter) and over an elongated area along the fissure swarm at Bjarnarflag (~4 km by ~2 km).

 • Mörg samvirkandi ferli valda jarðskorpuhreyfingum á Íslandi, þar á meðal eldvirkni og jarðhnik sem orsakast af samspili flekaskila á Mið- Atlantshafshryggnum og uppstreymis heits efnis í jarðmöttlinum undir heitum reit á Íslandi. Þá veldur svörun jarðskorpunnar við rýrnandi jöklum landrisi sem nemur nokkrum sentímetrum á ári um miðhluta landsins. Árstíðabundnar fargbreytingar valda árlegum sveiflum í landhæð af svipaðri stærðargráðu. Í ritgerðinni eru kynntar niðurstöður mælinga á jarðskorpuhreyfingum og túlkun þeirra. Notaðar eru tvær tegundir landmælinga sem byggja á notkun gervitungla: GPS-landmælingar sem nýta merki frá gervitunglum Global Positioning System kerfisins og InSAR bylgjuvíxlmælingar úr ratsjárgervitunglum (interferometric analysis of synthetic aperture radar images). Norðurgosbelti Íslands var rannsakað sérstaklega með þessum aðferðum. Árstíðabundnar jarðskorpuhreyfingar voru metnar með 72 síritandi GPS mælistöðvum á Íslandi og þær bornar saman við líkanreikninga af áhrifum breytilegs fargs á yfirborði jarðar. Árssveifla í landhæð út við strendur landsins nemur um 4-5 mm/ári en allt að 27 mm/ári í miðju Vatnajökuls. Munstur hreyfinganna í tíma og rúmi er borið saman við líkanreikninga af áhrifum breytilegs fargs á yfirborði þar sem tekið er tillit til árstíðabundinna breytinga í jökulfargi, snjóalögum utan jökla, loftþrýstingi, sjávarhæð og vatnshæð Hálslóns. Árstíðabundar breytingar þessara þátta eru metnar út frá reiknilíkani þar sem líkt er eftir svörun jarðar við ofangreindum fargþáttum með lagskiptu kúlulaga jarðlagalíkani. Svörun jarðar hérlendis er óvenjumikil við fargbreytingum sem tengist líklega hinni sérstöku jarðfræðilegu gerð landsins. Annar þáttur rannsókna snéri að aflögunarferlum í Norðurgosbelti Íslands.
  Unnið var úr endurteknum árlegum landmælingum á tímabilinu 2008-2014 og þær túlkaðar, en á þessu tímabili urðu engin kvikuinnskot. Flekarek yfir gosbeltið nemur um 18 mm/ári og aðstæður eru góðar til að mæla það. Mælingar á 132 GPS-stöðvum sýna að aflögun vegna flekareks á sér að mestu stað yfir um 50 km breitt svæði sem teygist á jafnt og þétt. Líkan, þar sem hraði flekahreyfinga vex eins og arcus tangens fall með
  fjarlægð frá miðjuás flekaskila, fellur vel að mælingunum. Miðjuás flekareks liggur í gegnum eldstöðvakerfi Öskju, Fremri Náma, Kröflu og Þeistareykja. Læsingardýpi flekaskilanna, sem tengist mörkum brotkenndrar og deigrar jarðskorpu, eru metin á um 7-9 km dýpi. Jarðskorpuhreyfingar vegna ferla í jarðhitakerfum Kröflu og Bjarnarflags
  voru sérstaklega rannsakaðar. GPS, InSAR og hæðarmælingar 1993-2015 voru notaðar til að meta breytingar tengdar jarðhitakerfunum í tíma og rúmi. Taka þarf tillit til svæðisbundinna jarðskorpuhreyfinga í eldstöðvakerfi Kröflu sem stafa af flekahreyfingum, kvikuhreyfingum, landsigi yfir sprungusveim Kröflu og samdrætti að honum. Staðbundið hringlaga sigsvæði greinist við Kröflu, um 5 km í þvermál en í Bjarnarflagi er svæðið ílangt í stefnu sprungusveimsins og er um 4 km x 2 km að stærð.

Samþykkt: 
 • 8.7.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25599


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
thesisVDfinal.pdf48.79 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna