is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2560

Titill: 
  • Möguleikar íslenskrar útgerðar til að selja fisk í Gana. Markaðsgreining
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Vöxtur alþjóðaviðskipta hefur verið mikill undanfarna áratugi. Ekki er lengur litið á markaði sem sjálfstæðar einingar heldur hafa þeir runnið saman fyrir tilstuðlan ýmissa viðskiptabandalaga. Nú er svo komið að margir líta á heiminn sem eitt stórt markaðssvæði. Ætli fyrirtæki á samkeppnismarkaði að ná árangri verða þau að vera tilbúin að keppa á alþjóðamarkaði og skiptir þá engu hver stærð þeirra er. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á ferli alþjóðavæðingar fyrirtækja og ýmsar kenningar verið settar fram til skýringar á ferlinu. Fyrstu kenningarnar snerust um að skýra ferli alþjóðavæðingar stórra og stöndugra fyrirtækja enda voru það aðallega þau sem sóttu á erlenda markaði. Með breyttu landslagi í alþjóðaviðskiptum hafa smærri fyrirtæki hins vegar í auknum mæli orðið þátttakendur. Upphafskenningar um ferli alþjóðavæðingar fyrirtækja þóttu ekki lengur hafa skýringargildi fyrir smá og meðalstór fyrirtæki, sem ögruðu viðteknum hugmyndum um þær leiðir sem fyrirtæki velja sér inn á fjarlæga markaði. Í seinni tíð hafa því komið fram nýjar kenningar sem hafa betra skýringargildi um ferli alþjóðavæðingar smærri fyrirtækja.
    Aðdragandi þessa verkefnis var sá að íslenskt útgerðarfyrirtæki, sem verður vegna trúnaðar við fyrirtækið nefnt X, leitaði til Háskóla Íslands eftir nemanda til þess að rannsaka möguleika fyrirtækisins á því að hefja sölu á fiski í Gana. Markmið verkefnisins er að komast að því hvort Gana sé heppilegur markaður fyrir X og ef svo er, hvaða leið ætti fyrirtækið að velja inn á markaðinn.
    Niðurstöður benda til þess að Gana sér ákjósanlegur markaður fyrir X. Þar er pólitískur stöðugleiki og hið efnahagslega umhverfi jafnframt stöðugt og hagstætt erlendum fjárfestum. Lagakerfi landsins þykir einnig traust og virt. Landið er þrátt fyrir það þróunarland og innviðir þess því ekki endilega eins og best verður á kosið. Því leggur rannsakandi til að fyrirtækið fari inn á markaðinn með innlendum samstarfsaðila til þess að draga úr áhættu. Ýmislegt bendir þó til þess að það sé raunhæfur möguleiki að fara inn á markaðinn án samvinnu hafi X meiri áhuga á því.

Samþykkt: 
  • 11.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2560


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
PRENTUNAR_fixed.pdf1.31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna