is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > Med/MSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25618

Titill: 
  • Verkefnaskrá Íslands : laxveiði eða laxeldi?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari grein er litið til tveggja atvinnugreina sem eru í skipuheildinni Ísland og í „verkefnaskrá Íslands“. Fjallað er um verkefnaskrár og þeirra þátta sem ákvarða val þeirra verkefna sem verkefnaskráin samanstendur af. Sjónum er beint að laxveiði og laxeldi og hvort verkefnið yrði valið inn í verkefnaskrána. Einnig var athugað hvort verkefnin ættu samleið innan sömu verkefnaskráar. Höfundur dró fram niðurstöður og lagði mat á efnahagsleg áhrif, byggðaþróun, umhverfisáhrif og áhættu beggja verkefna ásamt því að undirstrika stefnumörkun skipuheildarinnar. Niðurstöður höfundar sýna fram á að þó bæði verkefnin geta verið fjárhagslega ábatasöm eiga þau litla samleið í sömu verkefnaskrá. Möguleg áhætta sem laxeldið hefur í för með sér fyrir umhverfið og mikil neikvæð áhrif á framtíðarveiði villtra laxa, sýnir að ekki er hægt að ráðast í framkvæmd beggja. Laxveiði er áhættuminna og fjárhagslega traustara verkefni ásamt því að samrýmast stefnumörkun Íslands í stórum dráttum sem hreint, grænt og sjálfbært land.

Samþykkt: 
  • 4.8.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25618


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPM Björn Ritgerðin FINAL Final.pdf703.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna