is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MPM/MSc Verkfræðideild / Department of Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25622

Titill: 
  • Mat á verkefnastjórnunarlegum þroska sveitarfélaga á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ef sveitarfélög á Íslandi eru talin sem ein eining er um að ræða stærsta atvinnuveitanda landsins. Aðstæður þeirra eru mismunandi en þau eiga það sameiginlegt að verkefni skipa stóran sess í rekstarumhverfi þeirra. Á undanförnum árum hafa fyrirtæki í auknu mæli innleitt og aðlagað starfsemi sína að verkefnamiðuðu rekstrarumhverfi. Ein leið til þess er að nota þroskalíkan sem viðmið og tæki til markmiðasetningar. Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að meta verkefnastjórnunarlegan þroska hjá sveitarfélögum á Íslandi og varpa þannig ljósi á hvar sveitarfélög landsins standa með tilliti til verkefnastjórnunarlegrar aðferðarfræði. Útbúin var rafrænn spurningalisti sem þátttakendum var sendur. Hann innihélt fimmtíu spurningar úr tíu skilgreindum þekkingarsviðum verkefnastjórnunar auk þess sem fimm skilgreind þroskastig lágu til viðmiðunar. Þátttakendur í rannsókninni voru sveitarstjórar sveitarfélaga. Helstu niðurstöður eru þær að verkefnaþroski sveitarfélaga á Íslandi er á frumstigi. Áhugi stjórnenda á málefninu og niðurstaða rannsóknarinnar gefur til kynna að mikil tækifæri liggi í frekari innleiðingu á verkefnastjórnunarlegum aðferðum. Sú aðferð sem beitt var með rafrænu utanumhaldi á svörum og niðurstöðum skilur eftir sig afurð sem gæti nýst í þeim tilgangi að leiða áfram umbótastarf í átt til verkefnamiðaðri reksturs

Samþykkt: 
  • 4.8.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25622


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sveitarfelog_throski_GD.pdf756.79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna