en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/25633

Title: 
 • Title is in Icelandic Kynjaskipting og jafnrétti á vinnumarkaði. Staða karla í leikskólum Reykjavíkurborgar
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Verkefni þetta leitast við að svara því hvernig staða starfandi karlkyns leikskólakennara er innan leikskóla Reykjavíkurborgar. Í því skyni er skoðað hvaða þróun hefur átt sér stað hjá karlmönnum sem starfa við það sem talið er til hefðbundinna kvennastarfa. Gögn sem notast er við í ritgerðinni eru fyrri rannsóknir á efninu, tölur frá Hagstofu Íslands ásamt tölfræðilegum upplýsingum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Ýmsar kenningar má tengja við kynjaskiptan vinnumarkað og stöðu karlmanna þar og verða þær skoðaðar ásamt því að farið verður yfir jafnrétti, almennt og með tilliti til kynjanna. Flestar rannsóknir og kenningar um kynjaskiptan vinnumarkað ganga út frá sjónarhorni kvenna á vinnumarkaði.
  Í þessari ritgerð verður þó leitast við að skoða stöðu karlmanna og heimfæra fyrri rannsóknir og kenningar yfir á þá. Niðurstaða ritgerðarinnar bendir til að of fáir karlmenn starfi í hefðbundnum kvennastörfum. Fjölgun karlmanna í kvennastörfum er stórt verkefni. Ein hindrun þess að það takist að fjölga karlmönnum er talin liggja hjá samfélaginu sem lítur karla- og kvennastörfum ekki sömu augum. Einnig hafa viðhorf og fastmótaðar hugmyndir samfélagsins þau áhrif að karlmenn eiga erfiðara með að endast í kvennastörfum.
  Karlmönnum hefur þó fjölgað sem teljast verður jákvæð þróun.

Accepted: 
 • Aug 4, 2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25633


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Hólmfríður Birna Sigurðardóttir.pdf718.89 kBOpenHeildartextiPDFView/Open
Yfirlýsing_Hólmfríður.pdf322.92 kBLockedYfirlýsingPDF