is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25634

Titill: 
  • Óvissa í landshlutabundnum skógræktarverkefnum og stjórnun hennar
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar greinar var að svara því hvaða verkfæri henta til að stjórna óvissu í opinbert fjármögnuðum verkefnum. Landshlutabundin skógræktarverkefni urðu fyrir valinu til að meta það hvaða verkfæri henta. Saga skógræktar á Íslandi rakin og hvernig nytjaskógrækt hefst. Nytjaskógræktin þróast svo tilraunverkefni þróast yfir í landshlutabundin skógræktarverkefni. Síðan var fjallað fræðilega um sviðsmyndagreiningu og aðferðir sem styðja við sviðsmyndagreiningu. Færð rök fyrir því að sviðsmyndagreining sé heppileg aðferð til að ná utan um óvissu í opinbert fjármögnuðum verkefnum. Samanburður við raunveruleikann leiddi svo í ljós að aðferðin hentar og er í raun ekkert svo frábrugðin því sem gert er. Sóknarfæri væru þá í því að innleiða sviðsmyndagreiningu á formlegan hátt, ekki til að breyta endilega vinnubrögðum, heldur til að auka skilvirkni og aga við greininguna. Þrátt fyrir að þetta sé almennt í góðum farvegi þá má alltaf bæta og auka aga. Niðurstaðan er því að þetta sé heppileg aðferð og mælt með upptöku hennar.
    Lykilorð: Óvissa, sviðsmyndir, skógrækt, stjórnun.

Samþykkt: 
  • 4.8.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25634


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPM-Ovissa-i-landshlutabundnum-skograektarverkefnum-2016-KSK.pdf797.34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna