is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25642

Titill: 
  • BESTA starfsumhverfið : forgreining fyrir innleiðingu „Better ways of working“ fyrir Vodafone á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar greinar er að fjalla um mikilvægi forgreiningar fyrir breytingar á starfsumhverfi en þess konar breytingar hafa m.a. mikil áhrif á starfsfólk. Vodafone á Íslandi hefur tekið ákvörðun um að hefja innleiðingu á BESTA (e. better ways of working) að hætti Vodafone Global. Þær breytingar miðast að því að skapa BESTA starfsumhverfi sem völ er á með hag starfsfólks, skipuheildar og viðskiptavini að leiðarljósi. Markmið hugmyndafræðinnar er að skapa hagkvæmt og hvetjandi starfsumhverfi sem virkjar starfsfólk til sköpunar og samvinnu þvert á teymi. Við forgreiningu var notast við eigindlega aðferð, þar sem rætt var við stjórnendur og starfsfólk Vodafone, sjálfsskráningu og kerfisbundna rýni. Niðurstöður forgreininga voru bornar saman við rannsókn sem gerð hefur verið á fjölbreyttu og opnu vinnurými og leiddu þær m.a. í ljós að hefðbundin skrifstofurými eru með um helmings nýtingu á starfsstöðvum sínum og áhugi var meðal starfsfólks að fá fjölbreyttar starfsstöðvar til að vinna að fjölbreyttum verkefnum. Það kom einnig í ljós að lykileiningar sem koma að þróun, hönnun, framleiðslu og markaðssetningu vöruframboðs skipuheildarinnar sitja á ólíkum sviðum, oft langt frá hvort öðru, en eiga í mestum samskiptum.
    Efnisorð: Starfsumhverfi, hagkvæmt, hvetjandi.

Samþykkt: 
  • 8.8.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25642


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPM_Sif Sturludóttir_2016.pdf781.99 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Vodafone á Íslandi óskaði eftir því að skráin væri læst til 1.9.2017.