is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskólinn í Reykjavík > Tækni- og verkfræðideild > MEd / MPM / MSc verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25643

Titill: 
  • Er rekstur og viðhald að draga allt súrefnið frá þróun hugbúnaðar í fjármálageiranum á Íslandi? : þróun, rekstur og viðhald hugbúnaðar í verkefnadrifnum skipuheildum
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Vandamál tengd skipuheildum sem starfa í hugbúnaðarþróun í fjármálageiranum á Íslandi eru margvísleg. Eitt af þeim er hvernig starfsfólki er úthlutað verkefnum annars vegar í viðhald og rekstur og hins vegar í nýþróun á hugbúnaði sem skilar aukinni skilvirkni og framlegð til skipuheildarinnar. Í eftirfarandi eigindlegri og huglægri rannsókn verður leitast við að svara spurningunni hvort viðhald og rekstur heimasmíðaðs hugbúnaðar sé að draga allt súrefni frá nýþróun og nýsköpun. Rætt var við 11 viðmælendur hjá Reiknistofu bankanna (RB). RB er leiðandi á íslenskum markaði í hugbúnaði sem lítur að innlána- og greiðslulausnum fyrir fjármálafyrirtæki. Rannsóknin leiðir í ljós ýmsar leiðir til að gera nýþróunar- og viðhaldsferli skilvirk og hagkvæm þannig að starfsfólk fái að njóta sín og starfa við það sem þeir eru ráðnir til að sinna, nýþróun annars vegar eða viðhald og rekstri hins vegar. Verkefnadrifnar skipuheildir geta gert samstarfið milli deilda mjög náið eða beitt útvistun á viðhaldi og rekstri til annarra skipuheilda. Í útvistun á viðhaldi og rekstri til annarra skipuheilda fylgir þó áhætta sem þarf að taka tillit til. Með því að huga stöðugt að verkefnalegum þroska skipuheildar er hægt að auka árangur í stjórnun verkefna.
    Efnisorð: Verkefni, verkefnadrifnar skipuheildir, verkefnalegur þroski, eigindlegar rannsóknir, hugbúnaðarþróun, viðhald og rekstur hugbúnaðar.

Samþykkt: 
  • 8.8.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25643


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPM Lokaverkefni - 2016 - Sigurður Bjarnason.pdf559.95 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna