Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25644
Aukin áhersla á verkefnastjórnunarfagið er áberandi í hugbúnaðargeiranum, sem sést best á því að viðskiptavinir gera í auknum mæli kröfu um að skipaður sé sérstakur verkefnisstjóri í verkefnum. Boðið er upp á sérstakt meistaranám í faginu, í báðum stærstu menntastofnunum landsins á háskólastigi.
Verkefnastofur hafa verið að ryðja sér til rúms, þó bakslag hafi orðið á árunum eftir hrun og verkefnastofum fækkað, virðist áhugi á þeim að aukast aftur.
Markmiðið með þessari rannsókn, sem unnin er í samvinnu við hugbúnaðarfyrirtækið Wise lausnir ehf., er að komast að því hvort verkefnastofa sé eining sem fyrirtækið ætti að íhuga að setja upp og hvaða hlutverkum slík eining ætti að gegna í upphafi til að auka líkur á því að hún lifi af.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MPM_THH_Lokaverkefni_2016.pdf | 1.17 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |