is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25664

Titill: 
 • The Importance of Social Cognition:The impact of age, gender and personality on Social Cognition
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi félagslegs skilnings þegar kemur að daglegum samskiptum fólks. Nýlegar rannsóknir á tengslum félagsskilnings og geðsjúkdóma hafa sýnt að einstaklingar sem greinst hafa með einhverfu og geðklofa hafi mjög slaka færni í félagsskilningi. Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða hvort að kynferði, aldur eða persónuleiki hefði einhver áhrif á félagsskilning. Þátttakendur rannsóknarinnar voru 100 talsins, 16 karlar og 82 konur. Allir þátttakendur rannsóknarinnar svöruðu tveimur prófum, The Facial Emotional Identifacation Task (FEIT) og SIPP Personality Test (SIPP), ásamt því að svara bakgrunnsupplýsingum um aldur, kyn og menntun. Niðurstöður rannsóknarinnar staðfestu niðurstöður fyrri rannsókna og sýndu marktækan mun á félagsskilningi milli kynja, þar sem karlar stóðu sig verr en konur. Ekki fannst marktækur munur á getu þátttakenda í félagsskilningi þegar horft var til aldurs en þó kom fram að yngri hópurinn hafði aðeins hærra meðaltal á réttum svörum heldur en eldri hópurinn. Þegar persónuleikapróf var skoðað í tengslum við félagsskilning sýndu niðurstöður ekki fram á nein tengsl milli persónuleika þátttakenda og getu þeirra í félagsskilningi. Niðurstöður rannsóknarinnar benda því til að persónuleiki hafi ekki marktæk áhrif á félagsskilning einstaklinga en að kyn spái fyrir um einstaklinga í félagsskilningi.
  Lykilorð: Félagsskilningur, kynferði, aldur, menntun, persónuleiki

 • Útdráttur er á ensku

  Previous studies of social cognition have demonstrated its importance in every day communication. Recent studies have examined the relationship between social cognition and mental illnesses and the results have indicated that individuals diagnosed with autism and schizophrenia lack abilities in social cognition. The purpose of this study is to examine whether gender, age or personality have any effect on social cognition abilities. Participants of the study were 100 individuals, 16 males and 82 females. All the participants in the study completed two tests, The Facial Emotional Identifacation Task (FEIT) and SIPP Personality Test (SIPP), along with answering background questions about their age, gender and education. The results confirmed previous research and presented significant difference in social understanding between genders, where males did worse than females. No significant difference was found between age of the participants, but the results showed that the younger group had a slightly higher average of correct answers than the older group. When personality was viewed in the context of social cognition, the results showed no evidence of any relationship between the two. The results of the study indicate that personality characterictis have no association with social cognition abilities, but gender can be a good predictor for the individual’s social cognition abilities.
  Key words: Social cognition, gender, age, education, personality

Samþykkt: 
 • 10.8.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25664


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc_Riterð.pdf2.27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna