is Íslenska en English

Lokaverkefni (Doktors)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Doktorsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25681

Titill: 
 • Titill er á ensku Breeding ecology of the Common Eider (Somateria mollissima) in Breiðafjörður, West Iceland
 • Varpvistfræði æðarfugls (Somateria mollissima) við Breiðafjörð.
Námsstig: 
 • Doktors
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  Breiðafjörður Bay, West Iceland, is an important breeding, molting and wintering area for the Common Eider (Somateria mollissima) (hereafter Eider). Eider farmers have collected nest down for centuries in the area.
  The aims of the doctoral thesis centered on feeding and breeding ecology of Eiders in Breiðafjörður. The incubation behavior in a very dense colony (Rif, 1.7 nests/m2) was studied to evaluate whether the incubating females helped each other through the incubation by attending more than one nest. Incubation cost was indexed with mass loss of the females during the incubation period and was compared between nests with and without down removal, and between females with enlarged clutches (≥7 eggs) and those incubating normal clutches (≤6 egg). Ectoparasites were collected from the Eider nests and abundances of the flea (Cerotophyllus garei) was compared between two colonies at Rif and Hvallátur. The spring/early summer (May-July) diet of the Eiders was investigated between years, months and sexes.
  Cooperative incubation behavior was confirmed with marked Eiders in the superdense colony at Rif. The females attended each other‘s nests, which may be a behavioral response to lack of new nesting sites and visual stimulus as they see many unguarded nests close to their own. Eiders at Rif might own some eggs in more than one nest in the colony. The ectoparasitic load at Rif is very high and the cooperative behavior gives the incubating females more time to leave their nests to preen while other Eiders attend their nests. At the more sparsely-nested colony at Hvallátur cooperative incubation has never been observed but there Eiders can switch nesting bowls between years if ectoparasitic loads become high. The key food item in spring/early summer feeding was the mottled red chiton (Tonicella marmorea). Chitons have not been considered an important food item for Eiders until now.
  Down collection was not found to have effect on the incubating Eiders, during these average weather conditions. Likewise, the enlarged clutches did not affect energy expenditure of incubating females or their hatching success. Down collection can therefore be considered to be environment-friendly as it does not harm the incubating Eiders.

 • Breiðafjörður er mikilvægasta búsvæði æðarfugls (Somateria mollissima) á Íslandi, þar halda æðarfuglar sig árið um kring og hefur æðardúnn verið nýttur þar öldum saman af æðarbændum.
  Markmið doktorsverkefnisins miðaði að bættum skilningi á varpvistfræði æðarfugla í Breiðafirði. Varphegðun kollna í þéttu varpi í Rifi (1.7 hreiður/m2) var skoðuð til að greina hvort æðarkollur aðstoði hverja aðra við álegu og sinni því fleiri en einu hreiðri á álegutíma. Metið var hvort dúntekja hefði áhrif á orkubúskap álegufuglanna með því að athuga mun á léttingu álegukollna á dúnhreiðrum og á heyhreiðrum. Samtímis var rannsakað hvort kollur sem lágu á stórum urptum (≥7 egg) eyddu meiri orku en kollur með venjulega urptarstærð (≤6 egg). Ytri sníkjudýrum var safnað úr æðarhreiðrum og fjöldi dúnflóa (Cerotophyllus garei) borinn saman á milli æðarvarpa við Rif og í Hvallátrum. Að lokum var athugað hvort fæða fuglanna á varptíma (maí-júlí) væri breytileg yfir tíma og á milli kynja.
  Í ofurþéttu varpi á Rifi staðfesti atferli litmerktra kollna að þær sinna hreiðrum hverrar annarrar auk sinna eigin. Ástæðan er sennilega sú að kollurnar ruglast vegna hins óeðlilega mikla þéttleika, sterk sjónræn örvun vegna fjölda óvarinna hreiðra nálægt þeirra eigin ýtir svo undir þessa hegðun. Einnig gætu kollurnar átt egg í fleiri en einni urpt í varpinu. Hár fjöldi flóa í þétta varpinu gæti verið ein ástæða þess að kollurnar fara oftar af hreiðri til að snyrta sig en hafa þá staðgöngukollur til að annast hreiðrin á meðan. Æðarkollur í strjálu æðarvarpi í Hvallátrum geta hinsvegar skipt um hreiður milli ára ef mikið er um flær en ekki hefur orðið vart sömu áleguhegðunar og í Rifi. Fæðurannsóknin leiddi í ljós að aðalfæða fuglanna að vor/sumarlagi (maí-júlí) reyndist vera flekkunökkvi (Tonicella marmorea), sem hefur ekki verið talinn mikilvæg fæða æðarfugla.
  Niðurstöður verkefnisins sýna að dúntekja og urptarstærð (2-9 egg) hafa lítil áhrif á afkomu æðarkollna á Íslandi, í það minnsta í venjulegu tíðarfari. Kollur sem hafa byggt upp góðan fituforða fyrir áleguna geta þannig tekist á við bæði dúntekju og auka egg í urptina án þess að það komi niður á líkamsástandi þeirra eða varpárangri. Dúntekja á Íslandi getur því talist vistvæn, hvað kollurnar sjálfar varðar, þar sem áhrif hennar á álegufugla eru óveruleg.

Styrktaraðili: 
 • Styrktaraðili er á ensku This work was funded by Íslandsbanki, Icelandic Eider Farmers association, traveling fund of University of Iceland, Educational fund Sigríðar Jónsdóttur and the Icelandic Association of the Deaf.
Samþykkt: 
 • 11.8.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25681


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Dr. Þórður Örn Kristjánsson.pdf3.59 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna