Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25694
Markmið ritgerðarinnar er að skýra lögveðsheimild 48.gr. laga um fjöleignarhús nr. 26/1994 (framvegis fehl.) á skýran og aðgengilegan hátt. Lögveðsheimild 48. gr. fehl. er þýðingarmikil réttarheimild sem er í senn íþyngjandi fyrir lögveðsþola og mikilvæg trygging fyrir lögveðshafa til þess að eiga raunhæfan möguleika á að fá fullnustu kröfu sinnar. Lítið hefur verið skrifað um þessa heimild og ekki hefur mikið reynt á hana fyrir dómstólum. Í ritgerðinni er leitast við að skýra inntak heimildarinnar og réttarstöðu aðila. Í ritgerðinni er rýnt í skilyrði fyrir stofnun lögveðsréttar samkvæmt heimildinni, greint hverjir geti verið lögveðsþolar og lögveðshafar samkvæmt ákvæðinu og fjallað um hvaða sjónarmið eigi við um réttarvernd, rétthæð, fullnustu og brottfall lögveðs samkvæmt 48. gr. fehl. Fjallað er með almennum hætti um veðréttindi og lögveð og leitast við að heimfæra almennar reglur til 48. gr. fehl. og greint frá helstu frávikum frá þeim.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Fullunnið.-Hrefna-Björk-Rafnsdóttir-BA-ritgerð-um-lögveðsheimild-fjöleignarhúsalaga (1).pdf | 476.21 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing_HrefnaBjörk.pdf | 318.58 kB | Lokaður | Yfirlýsing |