Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/25698
The main purpose of this case study was to examine whether the employees’ perception of trust and knowledge management within ISAVIA’s aerodrome could positively influence their perception of workers safety climate. The theoretical background used for this analysis was based on Zohars recommendations that other variables influencing workers safety climate needed to be explored and how, by applying the theory of planned behaviour, a safety climate within an organization could positively influence safety behavior. Also it was examined which knowledge management practices were making the largest contribution to workers safety climate and finally detecting if the two aerodrome operations within ISAVIA differed on any of the variables. Data was collected from 106 aerodrome employees, 59 from Keflavík aerodrome and 47 from the domestic aerodromes. The main finding were that both trust and knowledge management do influence the workers safety climate with trust being the better predictor. Knowledge sharing was the only knowledge management practice that made a significant contribution in influencing workers safety climate when analyzed together with trust. Finally there was no significant difference between the two aerodrome operations KEF and DOM indicating that the operations have a similar perception of, workers safety climate, organizational trust and its knowledge management. The studies implications are that more focus should be on knowledge management regarding workers safety climate as it together with trust can serve as an antecedent for workers safety climate.
Tilgangur þessa verkefnis var að skoða hvort upplifun starfsmanna innan flugvallarreksturs ISAVIA á trausti og þekkingarstjórnun hefðu áhrif á upplifun þeirra á öryggisanda. Sá kenningarlegi rammi sem stuðst var við byggðist bæði á tillögum Zohar (2010) að þörf væri á að skoða betur þá þætti sem geta haft áhrif á öryggisanda starfsmanna innan fyrirtækja og kenningunni um skipulagða hegðun, hvernig öryggisandi getur haft jákvæð áhrif á æskilega öryggishegðun starfsmanna. Í framhaldinu var skoðað hvaða þættir innan þekkingarstjórnunar hefðu mest áhrif á öryggisanda starfsmanna, sem og að athuga hvort munur væri milli annars vegar svara starfsmanna Keflavíkurflugvallar og svara annara starfsmanna á öðrum flugvöllum á Íslandi sem ISAVIA stýrir. Gagna var aflað frá 106 flugvallarstarfsmönnum innan ISAVIA þar sem 59 svöruðu í Keflavík (KEF aerodrome) og 47 svöruðu frá öðrum flugvöllum (DOM aerodromes). Helstu niðurstöður voru þær að bæði traust og þekkingarstjórnun hafa tölfræðilega marktæk áhrif á öryggisanda starfsmanna þar sem traust skýrði meira af heildarbreytileika öryggisandans. Þekkingarmiðlun, var eini þáttur þekkingarstjórnunar sem hafði marktæk áhirf á öryggisanda starfsmanna þegar þeir þættir voru skoðaðir með trausti. Enginn marktækur munur kom fram á milli flugvallarstarfsemi KEF og DOM, sem gefur til kynna að tiltölulega svipuð skynjun er innan fyrirtækisins á öryggisanda, á trausti og þekkingarstjórnun þess. Niðurstöður þessa verkefnis gefa því til kynna að til að auka enn frekar öryggisanda starfsmanna innan ISAVIA er mikilvægt að líta nánar á samband trausts, og þekkingarmiðlunar út frá hugmyndum um félagsleg skipti.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Hildur.Baldvinsdottir.Thesis.pdf | 1.23 MB | Open | Heildartexti | View/Open |