is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2570

Titill: 
  • Ofmetið Arsenal?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Arsenal var stofnað árið 1886 undir nafninu Dial Square. Það spilaði til að byrja með í lægri deildum en vann sig fljótt upp um deildir og árið 1905 var það komið í úrvalsdeild Englands. Margir þjálfarar hafa verið með í uppbyggingu Arsenal en sá sem hvað helst hafði áhrif á gengi liðsins var Herbert Chapman. Hann þjálfaði liðið frá byrjun 1929 og þangað til hann dó árið 1934. Í dag er þjálfari liðsins Arsene Wenger en hann hefur þjálfað liðið frá 1997.
    Arsenal spilaði á Highbury Stadium þangað til 2006 en þá fluttu þeir á Emirates Stadium. Higbury var rifinn og í staðinn byggðar íbúðir á svæðinu. Þó svo að kostnaðurinn við flutning félagsins á Emirates hafi verið mjög mikill þá vega þessar íbúðir á móti kostnaðnum og við sölu þeirra hefur Arsenal orðið eitt af ríkustu félögum í heimi.
    Áhugavert þótti að vita hvort Arsenal væri ofmetið fótboltafélag. Starfsumhverfi félagsins var skoðað með tilliti til fjögurra helstu tekjuliða félagsins, þróun á íbúðarhúsnæði, samkeppni við önnur félög, samningsstaða birgja og viðskiptavina, nýrra samkeppnisaðila og staðkvæmdarvara. Einnig voru tekju- og kostnaðarliðir skoðaðir úr ýmsum sjónarhornum. Gerðar voru framtíðaráætlanir fimm ár fram í tímann þar sem metið var frítt fjárflæði frá rekstri og það núvirt með hjálp Wacc. Með því var virði eigin fjár fundið. Virði Arsenal var metið 437.127 þúsund pund. Fjöldi hlutabréfa í félaginu er 62.217 og því er talið skynsamlegt að borga ekki meira en 7025 pund fyrir bréfið. Þar sem nýlega hafa bréfin selst á um 10.000 pund þá telst félagið ofmetið.

Samþykkt: 
  • 11.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2570


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ArsenalMat_fixed.pdf215.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna