en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/25708

Title: 
  • Title is in Icelandic Upplýsingaskylda fjármálafyrirtækja við verðbréfaviðskipti. Um dóm Hæstaréttar frá 14. maí 2014 í máli nr. 218/2014
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Frá seinustu aldamótum fram að bankahruninu um haustið 2008 færðust verðbréfaviðskipti mikið í aukana. Fjárfestum stóðu til boða nýjar vörur og þjónusta sem voru oftar en ekki búnar til af íslenskum fjármálafyrirtækjum og seldar af öðrum fjármálafyrirtækjum eða þá hinu eina og sama, þó oftast í gegnum annað svið eða aðra deild innan fyrirtækisins. Margar þessara vara voru flóknar og var ekki á allra færi að átta sig á áhættu þeim tengdum. Tíðarandinn var þó slíkur að mörgum stóð til boða að fjárfesta í þeim, sér í lagi þeim sem höfðu áður átt í viðskiptum með verðbréf hjá bönkum eða gert samning við banka um fjárfestingaráðgjöf.

    Í ritgerð þessari verður einblínt á Hrd. 14. maí 2014 (218/2014) (Glitnir hf. gegn Stefnumiðum ehf.) (hér eftir kallaður Stefnumiðsdómurinn). Fjallað verður ítarlega um dóminn og þær reglur sem reyndi á í honum sem lúta að fjárfestavernd, einkum upplýsingaskyldu, tillitskyldu og öðrum aukaskyldum sem hvíla á fjármálafyrirtækjum þegar að verðbréfaviðskiptum kemur. Fjallað verður um helstu reglur og lög sem gilda um fjárfestavernd en flestar þeirra eru afleiðing af innleiðingu eða aðlögun íslensks réttar að reglum á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið en meginmál hans hefur lagagildi hér á landi, sbr. 2. gr. laga nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið. Einnig verður gerð grein fyrir dómaframkvæmd sem við á og skrifum fræðimanna sem hafa fjallað um þessi atriði.

Accepted: 
  • Aug 15, 2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25708


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaskjal.pdf443.78 kBOpenHeildartextiPDFView/Open
yfirlysing.pdf174.1 kBLockedYfirlýsingPDF