Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2572
Rannsóknarritgerð þessi fjallar um sjálfboðastarf sem leið til starfsþróunar, það er hvernig má með sjálfboðastarfi afla sér reynslu og þekkingar sem nýtist á vinnumarkaðinum. Hugtökin starfsþróun og sjálfboðastörf eru fyrst skilgreind og skýrð hvort í sínu lagi, en síðan tekin saman og tengsl þeirra rakin.
Könnun var gerð á meðal sjálfboðaliða Rauða kross Íslands og Slysavarnafélagsins Landsbjargar, tveggja stórra félaga sem byggja starf sitt að mestu á sjálfboðavinnu. Leitað var eftir því hvort sjálfboðaliðar og vinnuveitendur þeirra litu á sjálfboðastörf sem leið til starfsþróunar og hvort reynsla þeirra af sjálfboðastörfum hefði nýst þeim í launaðri vinnu eða atvinnuleit. Að lokum voru niðurstöður dregnar saman og ályktað út frá þeim.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að margt benti til þess að sjálfboðavinna sé góð leið fyrir marga til þess að þjálfa upp ýmsa hæfni og útvíkka starfsreynslu sína á víðara sviði. Miklum meirihluta þátttakenda fannst hæfni sín á fjölmörgum sviðum hafa aukist og margir sögðu reynslu sína af sjálfboðavinnu hafa nýst í launaðri vinnu eða við atvinnuleit. Mörgum fannst vinnuveitendur sínir jákvæðir í garð sjálfboðavinnu sinnar og sögðu vinnuveitendur sína auðvelda þeim á einhvern hátt að stunda sjálfboðavinnu.
Lágt svarhlutfall kemur þó í veg fyrir að mögulegt sé að alhæfa út frá þessari rannsókn. Heppilegra er að líta á sterkar vísbendingar sem komu í ljós sem grundvöll fyrir frekari rannsókn á sjálfboðavinnu sem leið til starfsþróunar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
SteinarSigurdsson_fixed.pdf | 1,68 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |