Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25722
Allar niðurstöður í lagalegum álitaefnum byggjast að einhverju leyti á skoðun og túlkun á þeim réttarheimildum sem til greina kemur að beita til úrlausnar hverju sinni. Mikilvægasta og mest notaða réttarheimildin er sett lög. Stundum kemur upp sú staða að engin lagaákvæði, eða aðrar réttarheimildir, svo sem fordæmi og venjur, virðast taka beinlínis til fyrirliggjandi álitaefnis og þarf þá að leita annarra leiða til að komast að niðurstöðu.
Ein af þeim leiðum sem til greina kemur að nota, þegar engin lög virðast taka til tilviks, kallast lögjöfnun og er hún, ásamt rýmkandi lögskýringu, viðfangsefni þessarar ritgerðar. Sérstaklega verður skoðað í hverju munurinn felst á þessum tveimur aðferðum. Verður fyrst fjallað með almennum hætti um skilgreiningar á hugtökunum tveimur og skilyrði fyrir beitingu þeirra, en síðan munurinn skoðaður nánar. Farið verður yfir skoðarnir helstu fræðimanna sem fjallað hafa um viðfangsefnið og þá sérstaklega hvort þeir telji lögjöfnun heyra til lögskýringaleiða eða réttarheimilda. Athugað verður hvort svipuð sjónarmið búi að baki aðferðunum tveimur og hvað sé líkt og ólíkt í þeim efnum. Einnig verður reynt að varpa ljósi á það hvort lögjöfnun taki við þegar komið er út fyrir ytri mörk rýmkandi lögskýringar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Munurinn á rýmkandi lögskýrnigu og lögjöfnun.pdf | 236.88 kB | Lokaður til...01.08.2136 | Meginmál | ||
Forsíða ba ritgerð1.pdf | 37.26 kB | Lokaður til...01.08.2136 | Forsíða | ||
Yfirlýsing_Áslaug.pdf | 302.32 kB | Lokaður | Yfirlýsing |