Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25736
This paper presents the psychometric properties of the Icelandic version of the Calgary depression scale for schizophrenia (CDSS). The aim of the study was to evaluate the reliability and validity of the Icelandic translation and to suggest appropriate cut-off score for the CDSS. The CDSS is a 9-item depression rating scale that was especially developed to assess depression in schizophrenia. The rationale behind its development is that depression is often seen in patients with schizophrenia and is thought to be a different construct than the negative symptoms related to schizophrenia. Between 25% and 50% of patients with acute symptoms of schizophrenia are estimated to suffer from some depressive symptoms. The participants in this study were 35, 27 men and 8 women. The mean age was 24.36. After signing a form for informed consent, PANSS, M.I.N.I., CDSS and DASS, were administered. The data for each participant was collected within a period of one week. The psychometric properties of the Icelandic version of the CDSS are not as good as the original and in fact not good enough to recommend its use. The internal consistency and the convergent validity are not satisfactory. The discriminant validity of the Icelandic version of the CDSS was good. The CDSS does have an excellent predictive ability and discriminates well between subjects with a diagnosis of depression from those who are not depressed. The signal detection analysis found an optimal cut-off score of 6 which is similar to the original scale.
Key words
Calgary depression scale for schizophrenia, depression, negative symptoms
Þessi rannsókn kannaði próffræðilega eiginleika íslenskrar útgáfu Calgary depression scale for schizophrenia (CDSS). Tilgangur rannsóknarinnar var að meta réttmæti og áreiðanleika íslensku þýðingarinnar og finna viðeigandi frávísunarviðmið (cut-off score) CDSS. CDSS er 9 atriða þunglyndis kvarði sem var sérstaklega hannaður til að meta þunglyndi hjá fólki með geðklofa. Forsendur fyrir þróun CDSS eru þær að þunglyndi er oft til staðar hjá fólki sem þjáist af geðklofa og að þunglyndi sé ólíkt neikvæðum einkennum geðklofa. 25% til 50% prósent einstaklinga með geðklofa eru einnig taldir finna fyrir þunglyndiseinkennum. Þátttakendur þessarar rannsóknar voru 35 talsins, 27 karlar og 8 konur. Meðalaldur var 24.36 ár. Eftir að þátttakendur höfðu gefið upplýst samþykki fyrir þátttöku sinni var PANSS, M.I.N.I., CDSS og DASS lagt fyrir. Gögnum hvers þátttakanda var safnað á viku tímabili. Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar þýðingar CDSS eru ekki eins góðir og upprunalegrar útgáfu og í raun ekki nægilega góðir til að hægt sé að mæla með notkun hennar. Innri áreiðanleiki og samleitniréttmæti er ófullnægjandi. Aðgreiningarréttmæti er þó gott. CDSS getur með góðu móti spáð fyrir um hvaða þátttakendur greinast með þunglyndi samkvæmt M.I.N.I. og hverjir fá ekki þá greiningu. Merkjagreining (signal detection analysis) komst að því að 6 væri ákjósanlegt frávísunarviðmið, sem er svipað og í upprunalegu útgáfunni.
Lykilorð
Calgary depression scale for schizophrenia, þunglyndi, neikvæð einkenni
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Psychometric properties of the Icelandic version of the Calgary depression scale for schizophrenia - Þorri Snæbjörnsson.pdf | 274,68 kB | Opinn | Skoða/Opna |