is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > MSc Viðskiptadeild (og Klínísk sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25737

Titill: 
 • Titill er á ensku Depression among older adults in Iceland : examining the Geriatric Depression Scale (GDS)
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  Background/aims: Depression among the elderly in Iceland has not been studied extensively. Therefore, the aims of the study were to assess depression and determine risk factors in this group, and examine certain psychometric properties of the Geriatric Depression Scale (GDS). Method: Participants were 300 senior citizens between the ages of 65-100. Participants filled out GDS and other subjective self-assessment scales (UCLA loneliness scale, Memory Complaints Questionnaire). They also completed several cognitive tests (Mini Mental State Examination, Modified Mini Mental State, Mattis Dementia Rating Scale). Results: Around 12% of participants (8.3% of males and 13.5% of females) had a score of 11 or more on GDS, which is an indication of depression. GDS showed acceptable internal reliability and factor analysis revealed four factors. Significant risk factors for depression included being female, being older, and being lonely. Married people had fewer depression symptoms than others, but after controlling for the other risk factors, marital status did not predict depression scores. Those who had worse results on cognitive tests and had worse self-reported memory had more depressive symptoms than others. Residence and education level were not related to depression. Conclusions: The results suggest that depression symptoms are fairly common among older people, but previous studies have suggested that depression might be under-diagnosed in this group. It is therefore imperative that health care personnel are conscious of the risk of depression when they assess the physical and psychological state of elderly patients. The Icelandic version of GDS could be used to this purpose.
  Keywords: depression, Geriatric Depression Scale, the elderly, Iceland, risk factors

 • Bakgrunnur/tilgangur rannsóknar: Þunglyndi meðal aldraðra hefur lítið verið rannsakað á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar voru annars vegar að meta þunglyndi og greina áhættuþætti þunglyndis í þessum hópi og hins vegar að kanna ákveðna próffræðilega eiginleika Geriatric Depression Scale (GDS). Aðferð: Þátttakendur voru 300 eldri borgarar á aldrinum 65-100 ára. Þátttakendur fylltu út GDS auk annarra sjálfsmatskvarða (UCLA einmanaleikakvarðann, Memory Complaints Questionnaire). Þeir þreyttu einnig nokkur hugræn próf (Mini Mental State Examination, Modified Mini Mental State, Mattis Dementia Rating Scale). Niðurstöður: Um 12% þátttakenda (8,3% karla og 13,5% kvenna) hlutu 11 stig eða fleiri á GDS, sem gefa til kynna viðvarandi þunglyndi. GDS sýndi ásættanlegan innri áreiðanleika og þáttagreining gaf fjóra þætti. Eftirtaldir áhættuþættir þunglyndis komu í ljós: að vera kona, að vera eldri og að vera einmana. Giftir þátttakendur sýndu færri þunglyndiseinkenni en aðrir. Hjúskaparstaða hafði þó ekki marktæka fylgni við þunglyndisstig eftir að stýrt hafði verið fyrir hinum áhættuþáttunum. Þeir sem komu verr út á hugrænum prófum og þeir sem mátu minni sitt vera hvað slakast höfðu fleiri þunglyndiseinkenni en aðrir þátttakendur. Búseta og menntunarstig höfðu ekki áhrif á þunglyndi. Ályktanir: Niðurstöðurnar gefa til kynna að þunglyndiseinkenni eru nokkuð algeng meðal aldraðra en fyrri rannsóknir hafa þó gefið til kynna að þunglyndi er mögulega vangreint í þessum hópi. Því er mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk sé meðvitað um þessa auknu hættu þegar það metur andlegt og líkamlegt ástand aldraðra. Hægt væri að nýta GDS kvarðann með þetta að markmiði.
  Efnisorð: þunglyndi, Geriatric Depression Scale, aldraðir, Ísland, áhættuþættir

Samþykkt: 
 • 16.8.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25737


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSc ritgerð - Þóra Kristín Flygenring.pdf323.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna