is Íslenska en English

Lokaverkefni (Doktors)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Doktorsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25744

Titill: 
  • Titill er á ensku The Concept of Landslag: Meanings and Value for Nature Conservation
  • Hugtakið landslag: Merking og gildi fyrir náttúruvernd
Námsstig: 
  • Doktors
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    This thesis explores the Icelandic landscape concept landslag, envisaged here as a verbal cultural expression of meaningful relations between humans and nature. The main aim is to investigate the meanings of the concept and the value it may hold for the conservation of nature. In recent years, landslag has become a prominent concept in the nature conservation discourse in Iceland. Conceptual confusion arose when the concept was first methodically applied to identify possible nature conservation areas. Experts in nature conservation consequently called for a legal definition, which has prompted two separate definitions. The thesis seeks to explain the conceptual confusion which has complicated the incorporation of the concept into the nature conservation discourse. Four empirical studies investigate the meaning of landslag in different contexts: in the sagas of Icelanders in the 14th century; among the general public in the present; among experts in nature conservation; and in the general legislation about nature conservation. Qualitative research methodologies were applied, such as grounded theory, phenomenology, discourse analysis, and textual analysis. The results show that the concept of landslag is deeply rooted in culture and history. Within the nature conservation discourse, the meaning of the concept gradually changed because of the great emphasis put on scientific reasoning and methodologies originating in the natural sciences. In the present, landslag carries two meanings that differ in some fundamental aspects: a ‘culturally embedded’ meaning and a ‘technical’ meaning. This has caused difficulties in its incorporation in nature conservation. The thesis concludes that the culturally embedded meaning can be of great value in the nature conservation discourse, as it captures an aesthetic dimension that undeniably is an important part of conservation. It also suggests that the legal definition of landslag in the Act on Nature Conservation be revisited.

  • Þessi ritgerð fjallar um hugtakið landslag, sem hér útleggst sem menningarbundið orð er tjáir merkingarbær tengsl milli manns og náttúru. Meginmarkmið ritgerðarinnar er að rannsaka merkingu hugtaksins og það gildi sem það kann að hafa fyrir náttúruvernd. Hugtakið hefur verið áberandi í náttúruverndarumræðu á Íslandi á síðastliðnum árum. Frá því fyrst var farið að beita því með markvissum hætti við val á náttúruverndarsvæðum hefur merking þess verið túlkuð með mismunandi hætti. Sérfræðingar úr röðum náttúruverndar hafa því kallað eftir skilgreiningu hugtaksins í lögum. Þetta hefur leitt til tveggja lagaskilgreininga á landslagi. Í ritgerðinni er leitast við að skýra þann margræða skilning sem torveldað hefur innleiðslu hugtaksins í náttúruvernd. Ritgerðin byggir á fjórum empirískum rannsóknum sem hver um sig skoðar merkingu landslags eins og hún birtist í mismunandi samhengi: í Íslendingasögunum á 14. öld; á meðal almennings í samtímanum; á meðal sérfræðinga í náttúruvernd; og í Lögum um náttúruvernd. Beitt var eigindlegum rannsóknaraðferðum sem ýmist byggja á grundaðri kenningu, fyrirbærafræðilegri greiningu, orðræðugreiningu eða textagreiningu. Niðurstöður þessara rannsókna sýna að íslenska landslagshugtakið á sér djúpar rætur í sögu og menningu þjóðarinnar. Í kjölfar aukinna áherslna á vísindaleg vinnubrögð í náttúruvernd hefur merking hugtaksins smátt og smátt tekið breytingum innan orðræðu náttúruverndar. Í dag hefur landslag tvær um margt óskildar merkingar: annars vegar ‚menningarbundna‘ merkingu og hins vegar ‚tæknilega‘ merkingu. Þetta hefur torveldað meðferð hugtaksins í náttúruvernd. Í ritgerðinni eru færð rök fyrir því að hin menningarbundna merking landslags hafi ótvírætt gildi fyrir náttúruvernd, þar sem hún felur í sér og vísar til fagurfræðilegrar upplifunar af náttúrunni sem er óneitanlega mikilvægur þáttur í náttúruvernd. Í ritgerðinni er jafnframt lagt til að skilgreining landslags í Lögum um náttúruvernd verði endurskoðuð.

Styrktaraðili: 
  • Rannís: Rannsóknarnámssjóður, styrknúmer 080990008
Samþykkt: 
  • 18.8.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25744


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
The Concept of Landslag_Phd thesis_Edda R H Waage.pdf1.94 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna