is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25749

Titill: 
  • Samfélag andans, svitahof á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Verkefni þessa 30 eininga lokaverkefnis í þjóðfræði við Háskóla Íslands er svitahofsiðkun á Íslandi að hætti norðuramerískra indíána. Leiðbeinandi ritgerðarinnar er Valdimar Tryggvi Hafstein. Ritgerðin er unnin samhliða heimildamynd um sama efni. Heimildamyndin Sweat Lodge var frumsýnd í Tjarnabíói þann 10. febrúar 2015.
    Í heimildamyndinni er sýnt frá athöfnum svitahofsins og í viðtölum við viðmælendur lýsa þeir þeim áhrifum sem þeir verða fyrir af því að stunda svitahof. Meginmarkmið rannsóknarinnar er að skoða ástæður þess að viðmælendur stunda svitahofið og þann ávinning sem þeir hafa af því. Spurningar sem lagðar voru fyrir viðmælendur eru eftirfarandi: Hvers vegna iðkar þú svitahofið? Hvaða ávinning telur þú þig hljóta af iðkuninni? Til að leita svara við spurningunum er meðal annars skoðað hvaða samfélagslegu ástæður liggja að baki þess að svitahof er stundað hér á landi.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að svitahofsiðkun í samtímanum er undir áhrifum frá hugmyndum nýaldarhreyfingarinnar. Nýaldarsinnar endurvinna gamla trúarmenningu og hefðir og búa til sína persónulegu trú sem gefur þeim færi á að iðka andlegt líf handan við opinberar trúarstofnanir. Rannsóknargögnin sýna jafnframt fram á að ástæða þess að viðmælendur mínir stunda svitahofsiðkun er félagsskapurinn og að svitahofið þjónar andlegum þörfum þeirra. Ávinningurinn af iðkuninni er einstaklingsmiðaður þar sem viðmælendur mínir telja að svitahofið hjálpi þeim að tengjast betur sjálfum sér og sínum tilfinningum og séu þannig færari um að takast á við raunveruleikann sem blasir við þeim. Flestir viðmælenda minna tilheyra 12 spora samtökunum sem hefur áhrif á viðhorf þeirra til andlegrar iðkunar.

Samþykkt: 
  • 24.8.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25749


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_ritgerd.pdf4.55 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Scan 1.jpeg1.26 MBLokaðurYfirlýsingJPG