is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2575

Titill: 
  • Réttmæti mótvægisaðgerða gegn undirboði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Undirboð og mótvægisaðgerðir gegn þeim eru viðfangsefni ritgerðarinnar. Hvernig eru undirboð til komin og hvernig sjá lönd hag sinn í því að bjóða vörur á lægra verði á erlendum mörkuðum en á heimamarkaði? Með hvaða hætti er brugðist við undirboðum og hverju eiga þær aðgerðir að skila? Raddir hafa verið uppi um að lönd geti með of auðveldum hætti beitt verndartollum og öðrum aðgerðum, sem sniðnar eru að verndun innlendrar framleiðslu, gegn ódýrum innflutningi. Hvort hlýst meiri skaði af raunverulegum undirboðum eða óréttmætum mótvægisaðgerðum? Til að reyna að skýra frá áhrifum þessara atriða er tekið raunverulegt dæmi um undirboð þar sem Norðmenn voru sakaðir af Skotum og Írum um undirboð á eldislaxi. Árið 1997 undirrituðu Norðmenn samning til fimm ára við Evrópusambandið þar sem þeir samþykktu ýmis konar útflutningshöft og takmarkanir á framleiðslu til að reyna að stuðla að hærra verði á eldislaxi. Undirboðsmál eru útkljáð af þeim löndum sem eiga í hlut hverju sinni en ekki af óháðri alþjóðlegri stofnun. Þó er hægt að fara fram á rannsókn frá Alþjóðaviðskiptastofnuninni ef óskað er eftir því. Erfitt er að segja með skýrum hætti hvort að mótvægisaðgerðir gegn undirboði séu réttmætar en kanna þarf hvort að strangari reglur þurfa að gilda um beitingu þeirra.

Samþykkt: 
  • 12.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2575


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Petursdottir_fixed.pdf151.12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna