is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2576

Titill: 
  • Þróunaraðstoð - brostnar forsendur?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er samband þróunaraðstoðar og hagvaxtar skoðað. Fjöldi rannsókna hafa verið gerðar á þessu sviði en ekki hefur tekist að sýna fram á jákvætt samband með afgerandi hætti og sumar rannsóknir benda á neikvætt samband. Ég skoða þess vegna forsendur þess að þróunaraðstoð muni hafa jákvæð áhrif á hagvöxt og kemst að því að þær eru brostnar, að fullu eða einhverju leyti. Þegar tölur frá vanþróuðustu ríkjum heims um þróunaraðstoð annars vegar og hagvöxt hins vegar eru skoðaðar sést glögglega neikvætt samband. Það er þó ekki hægt að fullyrða um orsakasamhengi þar sem þróunaraðstoð gæti aukist þegar hagvöxtur er lágur eða hagvöxtur gæti lækkað við þróunaraðstoð. Þótt þróunaraðstoð virðist ekki hafa jákvæð áhrif á hagvöxt þá hefur hún gert gagn á einhverjum sviðum eins og t.d. í heilbrigðisgeiranum. Framkvæmd þróunaraðstoðar er sífellt að breytast og nýjustu birtingarform hennar eru vefsíður sem tengja saman þá sem vilja veita aðstoð og þá sem þurfa aðstoð á svokölluðum markaðstorgum þróunaraðstoðar, án íhlutunar stjórnvalda.
    Þróunaraðstoð á milli ríkja og í gegnum fjölþjóða stofnanir er flókinn leikur með mörgum leikmönnum sem allir hafa einnig sinna eigin hagsmuna að gæta. Þeir hvatar sem þessir leikmenn mæta við veitingu og viðtöku þróunaraðstoðar ráða miklu um árangur hennar. Því miður virðast fylgja þróunaraðstoð margir neikvæðir hvatar og þá sérstaklega freistnivandi, bæði þeirra sem veita aðstoðina og þeirra sem hana þiggja. Óljóst er hvar ábyrgðin liggur gagnvart þeim sem þróunaraðstoðin á að gagnast og algengt er að mikill tími og peningar fara í ýmis konar merkjasendingar gagnvart þeim sem borga þróunaraðstoðina - skattgreiðendur í iðnríkjunum.

Samþykkt: 
  • 12.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2576


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
forsendur_fixed[1].pdf635.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna