Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25760
Verkefnið er unnið í samstarfi við Símann. Verkefnið snýst um það að búa til bakendakerfi (REST API) og umsjónarvef fyrir íþróttamót. Kerfið er hugsað þannig að það á að geta haldið utan um hvaða íþróttamót sem er, hvort heldur í knattspyrnu-, körfubolta-, tölvuleikjamót o.s.frv. Við einbeittum okkur hinsvegar að því að hanna bakendakerfi fyrir ReyCup sem er knattspyrnumót sem fer fram í Reykjavík í júlí ár hvert. Í dag hefur ReyCup ekki sjálfvirkt kerfi sem setur upp knattspyrnumót og hafa þeir til þessa notast við Excel við uppsetningu og utan um halds mótsins. Okkar hlutverk er því að hanna kerfi sem setur upp mót sjálfkrafa fyrir mótshaldara. Lagt var upp með að kerfið yrði í þróun næstu ár og því er kerfið ekki full klárað er við skilum því af okkur en mun vera klárt til að setja upp mót eins og ReyCup.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Motakerfi-Simans-Skyrsla (1).pdf | 2,54 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |