Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25786
Þjónandi leiðsögn kom fram í Bandaríkjunum á níunda áratug síðustu aldar. Í dag nýtur hún sífellt meiri vinsælda hjá þeim sem vinna með fólki, hvort sem er í fötlunar- eða öldrunargeiranum. Í þessari ritgerð er þjónandi leiðsögn kynnt, saga hennar rakin og gert grein fyrir þeim hugmyndafræðilega grunni sem hún byggir á. Í ritgerðinni er jafnframt fjallað um fötlunarfræði og félagslega skilninginn á fötlun. Þá er sérstaklega fjallað um nokkur lykilhugtök í málefnum fatlaðs fólks í dag, mannréttindasjónarhornið, sjálfræði, valdeflingu og kröfuna um sjálfstætt líf.
Meginviðfangsefni ritgerðarinnar er að bera þjónandi leiðsögn saman við fötlunarfræðina til þess að komast að því hvort þjónandi leiðsögn geti samræmst þeim hugmyndafræðilegu kröfum sem fötlunarfræðin og félagslegi skilningurinn á fötlun setja fram. Fötlunarfræðin er fræðasvið sem rúmar margar mismunandi kenningar, strauma og undirstefnur og er í stöðugri þróun. Þjónandi leiðsögn er hinsvegar einföld hugmyndafræði sem snýst um samskipti og ákveðnar aðferðir í vinnu með fólki. Samanburðurinn felst því fyrst og fremst í því að athuga hvort hugmyndir og áherslur þjónandi leiðsagnar rúmist innan þess hugmyndafræðilega ramma sem fötlunarfræðin hefur sett sér.
Það kemur fram í ritgerðinni að þó að töluverður munur sé á hugtakanotkun fötlunarfræði og þjónandi leiðsagnar þá rúmast þjónandi leiðsögn vel innan hugmyndafræðilegs ramma fötlunarfræðinnar og aðferðir þjónandi leiðsagnar geta verið gagnlegar sem verkfæri á leiðinni til sjálfstæðs lífs.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA_ritgerð_Trausti_Júlíusson.pdf | 832.13 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf | 206.67 kB | Lokaður | Yfirlýsing |