Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/25788
Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Auk ritgerðar fylgir bæklingur sem hugsaður er fyrir starfsfólk leikskóla. Ritgerðin fjallar um Samræðulestur og verður sjónum beint að því hvernig hann eflir orðaforða og málskilning leikskólabarna. Þá verður útskýrt hvað felst í bernskulæsi og hvernig sögulestur er hornsteinn í kennslu bernskulæsis, ekki síst orðaforða. Fjallað verður um orðaforða og málskilning og mikilvægi eflingar þessara þátta. Lestur og samræður um efnið eru talin vera sú aðferð sem eflir orðaforða barna hvað mest og leiðir það okkur að næsta viðfangsefni sem er Samræðulesturinn. Hægt er að lesa fyrir börnin á margvíslegan hátt og hafa margar aðferðir verið þróaðar til þess að efla málþroska barna í gegnum samlestur. Samræðulestur er þó sú aðferð sem er hvað mest rannsökuð. Greint verður frá því hvað felst í Samræðulestri og hver ávinningurinn er af honum fyrir börn. Fjallað verður um hvernig aðferðin er aðlöguð að tveimur aldurshópum barna í leikskóla, annars vegar tveggja til þriggja ára og hins vegar fjögurra til fimm ára, og hvernig hægt er að undirbúa Samræðulestur fyrir þá hópa. Að lokum verður sýnt með dæmum hvernig hægt er að efla orðaforða tveggja til þriggja ára barna og fjögurra til fimm ára barna í gegnum Samræðulestur. Í bæklingnum verður útskýring á samræðulestri ásamt skipulagsblöðum fyrir hvorn aldurshóp fyrir sig. Bæklingnum er ætlað að auðvelda starfsfólki leikskóla og foreldrum að vinna með Samræðulesturinn.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
skemman_yfirlysing_lokaverkefni_Agnes.pdf | 46.38 kB | Locked | Yfirlýsing | ||
Að efla orðaforða og málskilning með Samræðulestri - Agnes Gústafsdóttir.pdf | 894.24 kB | Open | Heildartexti | View/Open | |
Að efla orðaforða og málskilning með Samræðulestri - Agnes Gústafsdóttir skipulagsblöð.pdf | 413.07 kB | Open | Fylgiskjöl | View/Open | |
Að efla orðaforða og málskilning með Samræðulestri-bæklingur - Agnes Gústafsdóttir-til lestrar.pdf | 1.27 MB | Open | Fylgiskjöl | View/Open | |
Að efla orðaforða og málskilning með Samræðulestri-bæklingur - Agnes Gústafsdóttir-til útprentunar.pdf | 193.84 kB | Open | Fylgiskjöl | View/Open |