Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25791
Þetta verkefni fjallar um kennsluefni sem notað er í málörvun í leikskóla út á landi. Málörvun er mikilvæg fyrstu árin í lífi hvers barns og fer hún fram daglega, bæði heima fyrir og í leikskólanum. Í ritgerðinni verður byrjað á því að fjalla um hinn almenna málþroska og hvernig máltaka hjá barni er háttað. Því næst verður gert grein fyrir þeim fimm þáttum sem tungumálið felur í sér og um málörvun almennt. Loks verður sagt frá því kennsluefni sem leikskólinn notar og hvernig unnið er með það í hópastarfi. Lokaorð fara í það að meta hvernig gengur í þessu starfi og hvort eitthvað megi betur fara. Leitast verður eftir að svara spurningunni: Hvaða kennsluefni er notað í málörvun í leikskóla á landsbyggðinni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni tilbúið.pdf | 981,1 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf | 242,84 kB | Lokaður | Yfirlýsing |