is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25793

Titill: 
  • Af hverju erum við hérna?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni í ritgerðinni okkar er að sýna fram á mikilvægi hópastarfs fyrir börn og unglinga. Hversu mikil áhrif það getur haft á þroska og lífsgæði þeirra sem glíma við félagsleg vandamál. En það er einmitt eitt stærsta vandamálið í þjóðfélaginu í dag. Þrátt fyrir aukin tækifæri til tómstunda í samfélaginu, meiri þekkingu, umræðu og tækni þá eru samt börn og unglingar sem glíma við félagsleg vandamál eins og félagslega einangrun eða frávikshegðanir. Farið er ítarlega yfir hugtökin tómstundir og hópastarf. Rýnt er í mörg afbrigði af hindrunum, skoðað hlutverk leiðbeinanda í hópastarfi og farið í ýmsar kenningar. Í kjölfarið er sagt frá niðurstöðum ritgerðarinnar sem byggja á fræðilegum heimildum ásamt viðtölum við einstaklinga sem hafa mikla reynslu og þekkingu á hópastarfi. Í ritgerðinni var gerð eigindleg rannsókn í formi viðtala þar sem aðalspurningin var „Af hverju erum við hérna?“ Síðan fylgdu nokkrar undirspurningar með. Niðurstöður rannsóknarinnar er að hópastarf er gríðarlega mikilvægt og að það mætti grípa fyrr inn í hjá börnum og unglingum sem sýna merki um félagslega einangrun eða frávikshegðanir. Í hópastarfi fá þau stuðning til að styrkja félags- og samskiptafærni. Það er sérstaklega mikilvægt fyrir þau sem tilheyra ekki neinum hópi og veitir það tilheyringartilfinningu sem við mannfólkið höfum svo mikla þörf fyrir.

Samþykkt: 
  • 30.8.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25793


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_af_hverju_erum_við_hérna_.pdf798.61 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlýsing.pdf23.22 kBLokaðurFylgiskjölPDF