is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25795

Titill: 
  • Fjölmenningarleg vináttubönd barna á leikskólaaldri : hvað skiptir máli?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefnið fjallar um vináttu barna á leikskólaaldri þvert á þjóðerni og hvaða þættir gætu mögulega haft áhrif á myndun slíkrar vináttu. Stuðst var við fræðilega úttekt í vinnslunni. Þættir sem fjallað er um í ritgerðinni eru áhrif vináttu og vinaleysis á ung börn, áhrif skapgerðar á vinaval og vinsældir, mikilvægi tungumáls og fordómar leikskólabarna. Voru þessir þættir svo ræddir í samhengi við íslenskar aðstæður. Helstu niðurstöður eru þær að vinátta er mikilvæg fyrir öll börn og hefur jákvæð áhrif á líðan þeirra. Skapgerðarþættirnir hvatvísi, sjálfsefjun og líkamleg virkni hafa jákvæð áhrif á vinaval barna. Að geta tjáð sig á sama tungumálinu er mikilvægur partur í að mynda vináttu. Leikskólabörn hafa fordóma gagnvart þeim sem eru ólík þeim sjálfum og þyrfti að vinna markvisst að því í leikskólum. Börn sem eiga vini af öðru þjóðerni eru oft vinsæl, hafa leiðtogahæfni og minni fordóma. Þyrfti að efla þjálfun og skilning leikskólastarfsmanna á móttöku barna af erlendum uppruna. Fáar rannsóknir eru til um vináttu barna þvert á þjóðerni og þyrfti að fjölga þeim. Er það von mín að leikskólastarfsmenn og aðrir sem koma að menntamálum leikskólabarna taki mark á þessum niðurstöðum og reyni að breyta stefnu sinni til að koma betur til móts við stækkandi hóp barna af erlendum uppruna.

Samþykkt: 
  • 30.8.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25795


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_Anna Árnadóttir.pdf872.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing_anna_árna.png14.94 MBLokaðurYfirlýsingPNG