is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25796

Titill: 
  • ADHD og áhrif einkenna á foreldra barna með ADHD
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA-prófs í Uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Ritgerð þessi er heimildarritgerð og er unnin úr íslenskum og erlendum heimildum um ADHD. Í ritgerðinni verður farið yfir röskunina ADHD og áhrif hennar á foreldra sem eiga börn með ADHD. Orsök ADHD er líffræðileg og má rekja að mestu til erfða. Röskunin getur valdið miklum sveiflum í hegðun og tilfinningum þeirra sem hana hafa og getur þannig haft mikil áhrif á daglegt líf einstaklingsins sem og líf fjölskyldu og vina. Foreldri barns með ADHD getur fundið til vanmáttar vegna erfiðleika við uppeldið og fundið til sálræns vanda í eigin garð og til barnsins. Uppeldi barna með ADHD er krefjandi og getur haft mikil áhrif samskipti foreldranna við barnið sem og aðra sem umgangast barnið. Niðurstöður ritgerðarinnar undirstrika að ADHD er alvarleg röskun sem vert er að taka mark á. Röskunin hefur mikil áhrif á hegðun og framkomu einstaklingsins og getur hún valdið honum töluverðum erfiðleikum við athafnir daglegs lífs. Foreldrar barna með ADHD geta verið undir miklu álagi og fundið fyrir umtalsverðri streitu sem getur komið niður á uppeldisaðferðum þeirra. Foreldrar þurfa að vera þolinmóðir og úrræðagóðir þegar kemur að börnum þeirra og skipulagi heimilisins. Samfélagslegur ávinningur þessa verkefnis er að hér er hægt að kynna sér einkenni ADHD, hvernig röskunin kemur fram og hvernig einkenni ADHD barns geta haft áhrif á líf foreldra barnsins.

Samþykkt: 
  • 30.8.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25796


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil- ADHD og áhrif einkenna á foreldra barna með ADHD-Anna Björnsd..pdf576.3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2012_NYTTSkemman_yfirlysing_11_grunnnam.docx32.54 kBLokaðurYfirlýsingMicrosoft Word