is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25800

Titill: 
 • "Þú kannt ekki neitt" : áhrif andlegs ofbeldis á sjálfsmynd barna
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð verður fjallað um þau áhrif sem andlegt ofbeldi getur haft á sjálfsmynd barna og hvernig hægt er að hindra það. Farið verður yfir helstu orsakir þess að barn sé beitt andlegu ofbeldi og hverjar afleiðingar þess geta verið. Grunnurinn að góðri andlegri heilsu og sterkri sjálfsmynd er lagður strax í barnæsku. Það sem skiptir hvað mest máli er að líkamlegum, félagslegum og andlegum þörfum barnsins sé sinnt svo að það upplifi öryggi og umhyggju af hálfu foreldris eða umönnunaraðila og öðlist örugg geðtengsl. Rannsóknir hafa sýnt að örugg geðtengsl milli barns og foreldris spáir mikið fyrir um andlega heilsu barnsins í framtíðinni. Þessi geðtengsl geta truflast af ýmsum ástæðum og má þar á meðal nefna ef foreldrið beitir barni sínu andlegu ofbeldi.
  Andlegt ofbeldi er sú tegund ofbeldis sem er hvað erfiðast að greina og koma auga á. Einnig getur reynst erfitt að sanna það löglega þar sem barnið ber þess ekki sjáanleg ummerki. Barnið er því með ósýnileg ör á sálinni sem geta haft mun skaðlegri afleiðingar heldur en annað ofbeldi. Þessi ósýnilegu ör móta barnið og fylgja því út lífið. Börn sem beitt eru andlegu ofbeldi í æsku þróa yfirleitt með sér lélega sjálfsmynd. Þau hafa yfirleitt litla trú á eigin getu, líður eins og þau séu einskis virði og eru oftast með lítið frumkvæði og sjálfstæði.
  Ekki er hægt að alhæfa að öll börn sem verða fyrir andlegu ofbeldi eigi við slæmar afleiðingar þess að stríða síðar á ævinni. Sum börn geta þróað með sér seiglu, í samvinnu við umhverfið, sem gerir þeim kleift að aðlagast aðstæðunum á jákvæðan hátt þrátt fyrir mótlæti.
  Það er nauðsynlegt að allir þeir sem umgangast börn þekki einkenni andlegs ofbeldis til þess að geta gripið inn í aðstæðurnar og veitt þeim viðeigandi hjálp.

Samþykkt: 
 • 30.8.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25800


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þú kannt ekki neitt - áhrif andlegs ofbeldis á sjálfsmynd barna - Anna Björg pdf.pdf535.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing á meðferð verkefnis.jpg73.22 kBLokaðurYfirlýsing um meðferð lokaverkefnisJPG