is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25806

Titill: 
  • „Við erum í tilvistarkreppu“ : stefnumótun og hlutverk íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefnið er lokaverkefni til BA-gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands. Lagt er upp með að fá svar við því hver sýn íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa sé á starfið og hvert viðhorf þeirra sé til stefnumótunar í æskulýðsmálum á Íslandi. Það er gert til þess að varpa ljósi á starfið og gera grein fyrir þeirri stefnumótun sem hefur þróast ásamt mikilvægi hennar fyrir sveitarfélögin. Lítið sem ekkert hefur verið fjallað um starf íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi svo vitað sé til. Tekin voru eigindleg viðtöl við fjóra einstaklinga úr félagatali FÍÆT (Félag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi). Viðtölin voru tekin upp og þemagreind. Starf íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi er mjög misjafnt eftir sveitarfélögum og sum staðar nær starfsprósenta ekki utan um allt sem þarf að gera. Árið 2014 var kynnt stefnumótun í æskulýðsmálum sem viðmælendum finnst ekki hafa verið fylgt nógu vel eftir og þar þarf FÍÆT að gegna stærra hlutverki. Eftir kreppu hallar á mörg sveitarfélög og þeir sem vinna í æskulýðsmálum hafa þurft að standa í varnarbaráttu. Það er von höfundar að þessi rannsókn verði hvatning til þess að taka stefnumótunina fastari tökum og nýta FÍÆT til þess að halda hagsmunum og málefnum íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúum á lofti

Samþykkt: 
  • 30.8.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25806


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Við erum í tilvistarkreppu - Lokaverkefni.pdf768.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
asta_yfirlysing.pdf36.05 kBLokaðurYfirlýsingPDF