is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25807

Titill: 
  • Að hlusta, fylgjast með og tala saman : það sem skiptir mestu máli að mati kennara á yngsta stigi til að vinna gegn einelti meðal nemenda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessu lokaverkefni var að skoða hvað kennarar í tilteknum skóla leggja áherslu á til að vinna gegn einelti meðal nemenda og viðhorf þeirra til þeirra verkfæra sem skólinn sem þeir starfa við býður uppá. Fjöldi rannsókna sýna að einelti hefur afar neikvæð áhrif á líf þeirra sem fyrir því verða. Vinna þarf því markvisst að forvörnum og grípa undantekningalaust inní hugsanlega eineltishegðun. Víða hefur komið fram að kennarar séu best til þess fallnir en tryggja þurfi að þeir viti hvernig þeir eiga að bera sig að. Gerð var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru hálf-opinviðtöl við fimm kennara á yngsta stigi grunnskóla. Niðurstöðurnar sýna að kennararnir telja mikilvægast að hlusta vel á það sem nemendurnir hafa að segja og vera vakandi yfir samskiptum nemenda. Einnig telja þeir að það skipti miklu máli að tala saman og skapa umræður um einelti. Kennararnir töldu skólann búa yfir ýmsum hentugum verkfærum til að vinna gegn einelti og nefndu þeir bekkjarfundi og litahegðun sem árangursrík tæki. Það kom hinsvegar á óvart að eineltisáætlun skólans hafði þar lítið vægi. Af niðurstöðunum má því ráða að þrátt fyrir að kennararnir séu meðvitaðir og leggi sig fram skortir engu að síður ítarlega aðgerðaráætlun sem fjallar um fleiri forvarnir, inngrip og skýra starfshætti þegar kemur að einelti.

Samþykkt: 
  • 30.8.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25807


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal_AstrunJakobsdottir.pdf1.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis.pdf226.66 kBLokaðurYfirlýsingPDF