is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25815

Titill: 
  • Ekki fyrr en mál springa í fjölmiðlum sem gengið er í að leysa þau : tengsl fjölmiðla og mannréttindabaráttu fatlaðs fólks
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni verður leitast við að varpa ljósi á tengsl fjölmiðla við samfélag sitt og þá sérstaklega við mannréttindabaráttu fatlaðs fólks og hvert vald þeirra er til breytinga. Rakin verður stuttlega saga fjölmiðla, gerð þeirra, hlutverk í nútímasamfélagi, vald þeirra og áhrif. Tekin verða dæmi úr íslenskum fjölmiðlum til þess að varpa nærtæku ljósi á samhengið á milli þeirra og baráttu fatlaðs fólks fyrir réttindum sínum. Einnig verður sótt efni í fötlunarfræði og fjallað um ólík sjónarhorn á fötlun og réttindi fatlaðs fólks í gegnum tíðina. Þessar tvær fræðigreinar, fjölmiðlafræði og fötlunarfræði verða svo tengdar saman, þar sem farið verður yfir fyrrnefnd tengsl og orðræðu um fatlað fólk. Niðurstöðurnar sýna fram á mikilvægi fjölmiðla í samfélaginu og að vald þeirra til þess að hafa áhrif er mikið. Margir telja fjölmiðla vera eitt áhrifaríkasta afl samtímans. Þeir eigi stóran þátt í að móta skoðanir, viðhorf og hugmyndir fólks um allan heim og stjórni því orðræðunni í samfélaginu umtalsvert. Flestir nota fjölmiðla af einhverju tagi hvern einasta dag og fá flestir upplýsingar sínar um fötlun í gegnum fjölmiðla. Fjölmiðlar geta því reynst gott tæki í réttindabaráttu fatlaðs fólks og myndað brú milli fatlaðs fólks, almennings og stjórnvalda.

Samþykkt: 
  • 30.8.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25815


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ekki fyrr en mal springa i fjolmidlum sem gengid er i ad leysa thau_Lokaverkefni_Vor2016_Bjorg.pdf724,17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf967,96 kBLokaðurYfirlýsingPDF