is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25822

Titill: 
  • „Að vera leiðtogi en ekki stjórnandi“ : reynsla og sýn leiðsögumanna í ferðaþjónustu og leiðbeinenda í tómstundastarfi á starfi þeirra með hópa úti í náttúrunni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi rannsóknarritgerð er lokaverkefni til BA – gráðu í Tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Gerð var eigindleg rannsókn og var markmiðið að öðlast innsýn í hvernig leiðsögumenn í ferðaþjónustu og leiðbeinendur í tómstundastarfi starfa með hópa, einkum úti í náttúrunni. Rannsakandi ákvað að skoða sérstaklega hvaða sýn og reynslu leiðtogarnir hafa varðandi leiðtogafærni, hópa og upplifun. Tekin voru fimm einstaklingsviðtöl við leiðbeinendur í tómstundastarfi og leiðsögumenn í ferðaþjónustu. Fræðilegur bakgrunnur ritgerðarinnar byggist á skilgreiningum á hugtökum um leiðtoga, leiðtogafræði, leiðtogastíla, þjónandi leiðtoga, æðri hugsun leiðtoga, hópa, ferðaþjónustu og upplifunarferðaþjónustu.
    Meginrannsóknarspurningin er: Hver er reynsla og sýn leiðsögumanna í ferðaþjónustu og leiðbeinenda í tómstundastarfi á að vinna með hópa úti í náttúrunni?
    Meginniðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að bæði leiðsögumenn í ferðaþjónustu og leiðbeinendur í tómstundastarfi hafa skýra sýn á hlutverk og mikilvægi leiðtogans þegar unnið er með hópa. Einnig kom í ljós að með tíma og reynslu nær leiðtogi að þroska og þjálfa sína leiðtogafærni og verður færari í að ná settum markmiðum.
    Lykilhugtök: Leiðtogi, leiðtogafærni, hópur, upplifun, tómstundir og ferðaþjónusta.

Samþykkt: 
  • 30.8.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25822


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Að vera leiðtogi en ekki stjórnandi-Elísabet Bjarnadóttir.pdf873.62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Elísabet_skemman_yfirlysing_lokaverke.pdf171.98 kBLokaðurYfirlýsingPDF