is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25824

Titill: 
  • Rýnt í störf þroskaþjálfa á Íslandi : rannsókn á starfsháttum þroskaþjálfa og viðhorfum þeirra til starfsins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA gráðu í þroskaþjálfafræðum unnin af Erlu Snædísi Sveinbjörnsdóttir og Ólöfu Margréti Magnúsdóttir vorið 2016. Gerð var megindleg rannsókn þar sem lagt var upp með rannsóknarspurningina: Við hvað starfa þroskaþjálfar á Íslandi og hver eru viðhorf þeirra til starfsins?. Skoðuð voru þau störf sem þroskaþjálfar fást við á Íslandi og sú hugmyndafræðið sem þeir starfa eftir. Einnig var rýnt í áherslu mun milli starfa á ýmsum þáttum s.s í dagsdaglegu starfi, starfsháttum og aldursdreifingu þjónustunotenda. Auk þess voru viðhorf þeirra til starfs síns skoðuð, eins og starfsánægja, helstu áskoranir/hindranir í starfi og hvort þeir telji menntun sín vera metin í starfi. Fyrri rannsóknir sýna að þroskaþjálfar starfa á ýmsum starfsvettvöngum en enginn einn rannsókn útlista öll þeirra störf. Fengin var aðstoð frá þroskaþjálfafélagi Íslands við gerð spurningalistans sem sendur var svo í tölvupósti á alla félagsmenn í þroskaþjálfafélagi Íslands, alls svöruðu 193 þroskaþjálfar. Niðurstöður sýndu að þroskaþjálfar starfa á ýmsum starfsvettvöngum en alls voru taldir upp 24 ólíkir vettvangar. Algengast var að þátttakendur störfuðu í leik – og grunnskólum og á heimilum fatlaðs fólks.

Samþykkt: 
  • 30.8.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25824


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerd.pdf864.91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsingarskjal.pdf435.42 kBLokaðuryfirlýsingarskalPDF