is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25828

Titill: 
  • „Það er leiðinlegt að ljúka góðri bók“ : um læsi og yndislestur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ástæða þess að ég ákvað að hafa yndislestur í brennidepli í þessari ritgerð minni er sú að þegar ég hugsa um fólkið í kring um mig sem les aldrei bækur sér til gamans finnst mér þau vera að missa af svo miklu. Lestur góðra bóka gefur okkur svo ótrúlega mikið. Þá fór ég að hugsa um það hvar ég ætti að leita að rót vandans og komst að því að það væri hjá börnum og unglingum. Ástæða þess er sú að um það leyti sem börn verða að unglingum virðast þau flest missa áhugann á lestri bókmennta. Því ákvað ég að afla mér frekari heimilda um barnabókmenntir og yndislestur og kynna mér málið betur. Að lokum hef ég komist að þeirri niðurstöðu að þetta er ekki verkefni sem ég get tekist á við ein, þetta er samvinnuverkefni okkar allra, og þá aðallega kennara og foreldra. Það er ekki eitt rétt svar við því hvernig hægt sé að auka yndislestur barna og unglinga, það er margt sem þarf að huga að. En þá skiptir mestu að við sýnum bóklestri áhuga, börn og unglingar hafi greiðan aðgang að bókum, að við sköpum þægilegt lestrarumhverfi og gefum okkur tíma til að setjast niður með góða bók í frítíma okkar, bæði í skólanum og heima fyrir. Verum börnum og unglingum góðar fyrirmyndir og hjálpumst að við að auka yndislestur.

Samþykkt: 
  • 30.8.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25828


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð - Fanney Úlfarsdóttir.pdf432.87 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.jpg200.4 kBLokaðurYfirlýsingJPG