is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25830

Titill: 
  • „Hvað með minn rétt til tómstundaiðkunar?“
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta er 10 eininga lokaverkefni til B.A- gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands. Markmið verkefnisins er að útbúa námskeið sem inniheldur fræðslu, æfingar og aðferðir fyrir starfsfólk sem er að hefja störf með fötluðum ungmennum. Ennfremur er ætlunin að auka þekkingu starfsmanna á því hvernig skal nálgast ungmenni með fötlun í tómstundastarfi. Námskeiðið eru fjórir dagar og skiptist í fræðslu, verklega hluta, hópefli og ígrundun. Námskeiðið miðar að því að aðstoða starfsfólk sem er að hefja vinnu með fötluðum ungmennum að aðlagast starfinu. Verkefnið er tvískipt, annars vegar greinargerð sem felur í sér fræðilegan hluta og hins vegar námskeiðið sjálft sem unnið er út frá þeim sjónarmiðum sem fram koma í greinargerðinni. Í fræðilega hluta ritgerðarinnar verður farið í málefni fatlaðs fólks og réttindi þeirra sem og mismunandi skilning samfélagsins á fötlun. Einnig verður farið í mikilvægi tómstunda og hindranir fatlaðs fólks við að stunda þær.

Samþykkt: 
  • 30.8.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25830


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð-Final2.pdf856.15 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.docx28.04 kBLokaðurYfirlýsingMicrosoft Word