is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25833

Titill: 
 • Hlutverk þroskaþjálfa í skóla án aðgreingar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Verkefni þetta fjallar um hlutverk þroskaþjálfa í grunnskólum, þróun náms þeirra og starfs
  út frá lagalegu umhverfi, mannréttindum og rannsóknum sem til eru um störf þeirra í
  grunnskólum. Stefnan um skóla án aðgreiningar hefur án nokkurs vafa haft mikilsverð
  áhrif í skólakerfi margra landa víðs vegar í heiminum síðastliðin ár. Það sem felst í
  stefnunni um skóla án aðgreiningar er það, að öll börn eigi sömu möguleikana til
  menntunar og fái náms- og félagslegum þörfum sínum sinnt í skólakerfinu og jafnframt að
  börn þurfi ekki að fara í sérskóla af einhverju tagi heldur geti stundað nám í sínum
  heimaskóla. Rannsóknarspurningin sem lagt var upp með er svo hljóðandi: Hvert er
  hlutverk þroskaþjálfa í skóla án aðgreiningar og hver er bakgrunnur starfa þeirra? Verkefni
  þetta er fræðileg ritgerð sem byggist á heimildaöflun og rannsóknum. Niðurstaða
  verkefnisins er sú að þroskaþjálfar starfa á fjölbreyttum vettvangi hér á landi. Þeir eru nú í
  auknum mæli farnir að starfa í grunnskólum landsins, sem mögulega má þakka
  skólastefnunni um skóla án aðgreiningar. Þroskaþjálfar í grunnskólum sækja
  sameiginlegan bakgrunn í nám sitt sem hefur það að leiðarljósi að efla fatlað fólk- og
  styðja það til þátttöku í samfélaginu. Þroskaþjálfar vinna m.a. eftir siðareglum
  þroskaþjálfa, starfskenningum og lögum- og reglugerðum til þess að tryggja fagleg
  vinnubrögð þeirra og fagmennsku þroskaþjálfastéttarinnar í heild. Þroskaþjálfar í
  grunnskólum eiga að standa vörð um réttindi nemenda með sérþarfir og stuðla að því að
  þeir njóti bestu mögulegu þjónustu sem hægt er að veita þeim.
  Vonandi verður þetta verkefni til þess að auka þekkingu fólks á störfum þroskaþjálfa í
  grunnskólum landsins og einnig til þess að kynna bakgrunn þroskaþjálfa.

Samþykkt: 
 • 30.8.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25833


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal Guðný Guðjónsdóttir.pdf718.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing vegna lokaverkefnis_skemman.pdf251.93 kBLokaðuryfirlýsingPDF