is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25836

Titill: 
  • Áhrif tæknivæðingar á einelti í grunnskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur ritgerðarinnar er að öðlast betri skilning á þeim hættum sem leynast í aukinni tæknivæðingu og deila honum með öðrum. Mikil tæknivæðing hefur orðið á sviði samskipta síðastliðin ár og áratugi og áhugi á samfélagsmiðlum, vefsíðum og öðru nettengdu efni aukist til muna. Fólk notar tæknina til þess að auðvelda samskipti sín á milli en því geta fylgt neikvæð áhrif og nýjar hættur. Ritgerð þessi er heimildaritgerð þar sem rýndar eru ýmsar heimildir og vefsíður sem fjalla á einhvern hátt um einelti, rafrænt einelti eða tæknivæðingu. Einnig var rætt við verkefnastjóra Olweusaráætlunarinnar gegn einelti á Íslandi. Niðurstöður ritgerðarinnar sýna að með tæknivæðingu hefur komið fram ný tegund eineltis, rafrænt einelti, sem að jafnaði fer fram í stafrænum miðlum, á neti eða um síma. Þá þykir ljóst að þetta einelti kunni að vera erfitt að uppræta þar sem gerendur, þeir sem leggja aðra í einelti, eiga tiltölulega auðvelt með að leyna nafni sínu eða geta farið huldu höfði með ýmsu móti. Í ritgerðinni er fjallað um birtingarmyndir rafræns eineltis, afleiðingar þess og hvernig skynsamlegast gæti reynst að koma í veg fyrir það. Ábyrgð samfélagsins hvað við kemur einelti er mikil. Það er í okkar höndum að koma í veg fyrir einelti og sjá til þess fólk njóti virðingar í samskiptum manna á milli. Þannig má stuðla að lífsfyllingu sem flestra, sátt og samlyndi.

Samþykkt: 
  • 30.8.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25836


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hallahelga_BEdverkefni2016.pdf782.37 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
lokaverkefni.jpg229.41 kBLokaðurYfirlýsingJPG